Afhverju elska íslendingar Eurovision? Já, þetta er spurning sem margir velta sér fyrir: afhverju eru íslendingar (eða flestir) svona spenntir fyrir Júróvísíon?
Svarið er ekki augljóst og ekki einfalt. Það er auðvitað þörf hjá minni þjóðum eins og Íslandi að vinna svona stórar keppnir og í leiðinni standa sig betur en þær stóru, Bretland, Frakkland Þýskaland og svo framvegis. En það merkilega er: afhverju eru allir ekki búnir að gefast upp á þessu?
Eins og allir sem kalla sig íslendinga vita hefur okkar litla land næstum aldrei skorað hátt í keppninni og innra með okkur höldum við að við eigum aldrei eftir að vinna. En það gerist öðru hvoru að við skjótumst upp á toppinn, og það heldur lætur okkur halda í vonina. Síðustu ár höfum við als ekki verið að standa okkur með prýði og oftast kennt Austurblokkinni um. En staðreyndin er að þær þjóðir hafa verið að senda bestu lögin undan farin ár. En eins og við vitum öll er ekki beinlínis hægt að segja að það sé komið 100 % lýðræði í þessum fyrrum Sovét-ríkjum sem eru að sjálfsögðu dugleg við að kjósa innbyrðis. Margar kenningar eru um það að ríki borgi fyrir stig (austurblokkin *hóst*?). En við verðum líka að lýta í eigin barm og hugsa hvernig okkar stigagjöf hefur verið.
Persónulega finnst mér að dómnefndirnar eigi að koma aftur upp að öllu leyti eða þá að stig dómnefndar og stigin úr símakosningunni verið gerð 50/50 (eða svipað).
En aftur að íslendingum og Eurovision. Hvað ef Júróbandið myndi vinna í ár? Hvað myndu þeir þá segja sem hafa verið með ganggríni um að við eigum aldrei eftir að vinna. Það munaði nú ekki miklu '99 og kannski að Friðrik og Regína hefni sín á Charlotte Nilson Perelli í ár?
Þörfin fyrir að vinna er svo mikil á íslandi að vonbrigðin frá fyrri árum á eftir að gleymast þegar við sendum næsta lag út sigurviss, svo sjáum við til hvað gerist :)

Þar með lýkur þessari stuttu greyn minni á hinum örlagaríka þriðjudegi 20. maí.

uPhone

Skorum við hátt í ár? Hvað haldið þið?
Prinsessan af Serbíu hefur líst yfir stuðningi við Eurobandið
Fulltrúi Dana hefur sagst vona að Danir gefi okkur 12 stig í ár?
Margir Eurovision sérfræðingar hafa spáð okkur góðu gengi, þó enginn sigri svo ég viti (og ekki að búast við því).
Svo veit bara enginn hvað gerist! Það bjuggust fáir við því að Serbía myndi sigra í fyrra, það er það sem mér finnst svo frábært við keppnina: maður veit aldrei hvað gerist.
Það er nefnilega það.