20. maí: Skoðanir og Spá Hérna er ég með bæði spá mína og skoðanir mínar fyrir fyrri undanriðilinn sem fer fram á þriðjudagin. Þetta er satt fram í svolítilli klessu en ég vona að þið skiljið þetta og hafið gaman að.

1. Það sem mér finnst….

Eftirfarandi lönd vil ég sjá fara áfram örugglega:

Finnland – Sem mikill aðdáandi rokktónlistar þá gleðst ég mikið yfir að sjá að Finnar eru að senda frá sér rokklag þriðja árið í röð. Og ekki bara að þetta sé rokklag heldur er þetta mjög frambærileg hljómsveit með þrususöngvara og það sem skiptir mestu máli hið fínasta lag.

Grikkland – Það er eitthvað við þetta annars mjög svo ófrumlega lag sem heillar mig mjög mikið get ekki útskýrt það neitt frekar en að mínu mati er þetta lag sem á að vera í toppbaráttunni.

Noregur – Ég hef verið mjög mikill aðdáandi framlaga norðmanna í gegnum árum með örfáum undantekningum en árið 2008 er engin undanteknig og er þessi semi-ballaða sem frændur okkar senda að hitta beint í mark hjá mér.

Írland – Mér finnst allt í góðu með að gera grín í Eurovision ef að brandarinn er góður og skilar sér alla leið í gegn til mín, sem þetta atriði gerir hiklaust. Ég vil sjá kalkúninn á laugardeginum.

Slóvenía – Annað lag sem heillar mig mikið án þess að ég geti útskýrt nákvæmlega hvað það er sem er að grípa mig. Ætli það sé samt ekki mest hvað lagið er í raun hallærislegt, ég veit ekki. En allavega er þetta lag sem ég vil alveg örugglega sjá tvisvar í ár.

Næstu lög eru á gráu svæði hjá mér og finnt að þau eigi ýmist að fara áfram eða ekki:

Andorra – Á eftir að kynna mér hvort það voru svíar sem að sömdu þetta lag en ef svo er þá kemur það mér ekki mikið á óvart enda lagið rosalega sænskt. Hef alltaf verið hrifinn af svona lögum þó að þau séu orðin frekar mörg sem eru frekar mikið lík og þetta hverfur þess vegan soldið inní fjölann hjá mér, en samt besta framlag Andorra til þessa.

Armenía – Ég er alls ekki eins hrifinn af þessu lagi og margir aðrir sem virðast gjörsamlega elska þetta lag. Mér finnst það lítið annað en skítsæmileg blanda Austur og vesturtónlistar og ég er orðinn frekar þreyttur á svoleiðis tónsmíðum.

Azerbaijan – Þegar ég heyrði þetta lag fyrst þá fannst mér það svakalega töff en við hverja hlustun eftir það hefur lagið grafið undan sér enda er það voðalega þunnt og ekkert viðlag sem nær að hífa það rækilega upp. Ber mjög blendnar tilfinningar til þessa lags.

Holland – Alveg ágætt lag frá Hollendingum þó ég óttist að hún syngi ekkert rosalega vel live þessi stelpa. Soldið mikið svona lag sem ap hverfur í fjöldann en mér finnst það alveg þokkalegt.

Rúmenía – Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta lag. Það er eitthvað við það sem er að heilla mig og þá hellst kannski hvað þau syngja vel og svo er lagið bara nokkuð þétt og höfðar til mín.

Rússland – Hérna er kominn aftur mikill félagi minn Dima Bilan, ekki það að ég þekki hann neitt heldur var hann bara einn af mínum uppáhalds fyrir tvem árum. Núna er hann sem sagt kominn aftur með lag sem kemst ekki í hálfkvisti við Never Let You Go sem hann var með seinast en þetta lag er samt ekki alveg vonlaust finnst mér.

Svartfjallaland – Svartfellingar bjóða uppá svona pop/rock hljómsveitar lag sem er alveg skítsæmilegt en enginn smellur þrátt fyrir það. Lagið er ágætlega sungið og er allavega nógu gott til að ég nenni að setja á það og hlusta í gegn.

Svo að lokum eru það lögin sem ég vil ekki sjá að fari áfram:

Belgía – Swinge lag sem má að mínu mati dingla sér heim til sín. Ef þetta er brandari þá er hann lélegur og ef þau eru að meina þetta þá eru þau bara frekar glötuð greyjin.

Bosnía – Hræðilegt er eina orðið sem ég kann yfir þennan hrylling. Þetta á ekki heima í Eurovision

Eistland – Einhver versti brandari sem sagður hefur verið í sögu Eurovision. Mæli með að það verði lýst yfir þjóðarsorg í Eistlandi vegna þess hversu glatað þetta framlag þeirra er.

Ísrael – Æji þarf ég nokkuð að vera að opinbera skoðun mín á þessum ósköpum. Held að fæst orð hafi mesta merkingu.

Moldóvía – Þetta lag kom of seint fram á sjónar sviðið, held að það hefði verið skárra ef það hefði komið fram fyrir svona 30 árum. En núna á það ekkert erindi.

Pólland – Þetta lag er lang besta lagið í þessum neðsta gæða flokki hjá mér. Þetta lag er alls ekki alvitlaust, það er bara ekki nógu gott til að passa í top 10 hjá mér.

San Marínó – Verð nú að virða það að þetta er fyrsta skipti sem San Marínó keppir og það er bara flott að þessi litla þjóð leggi í þetta. En þrátt fyrir það hefðu þeir alveg mátt koma með almennilegt lag. Íslendingar ættu að vera stoltir af sínum Gleðibanka miðað við þetta.

1. Grikkland
2. Noregur
3. Finnland
4. Slóvenía
5. Írland
6. Rússland
7. Svartfjallaland
8. Azerbaijan
9. Andorra
10. Rúmenía
11. Holland
12. Armenía
13. Pólland
14. San Marínó
15. Moldavía
16. Belgía
17. Ísrael
18. Bosnía
19. Eistland

2. Spáin mín….

Þá er það komið mér finnst sem sagt að: Grikkland, Noregur, Finnland, Slóvenía, Írland, Rússland, Svartfjallaland, Azerbaijan, Andorra og Rúmenía eigi að komast áfram.

En þrátt fyrir að ég vilji að riðillinn fari svona þá veit ég nú að hann gerir það ekki og þess vegna ætla ég líka að gera spá, þar sem kemur fram hvernig ég held að riðillinn fari.

Það eru nokkur lönd sem er alveg öruggt að fara áfram, sama hvernig allt fer á sviðinu, það eru:

Armenía – þó svo að mér sé ekki neitt of vel við þetta lag þá er það Eurovisionvænt og svo er Armenía með sterka bakhjarla með sér í riðlinum. Ég tel alveg öruggt að þetta fari áfram

Grikkland – Ég get ekki alveg í fljótheitum séð fyrir mér hvar þetta endar í röðinni en það er öruggt að þetta fer áfram.

Rússland – Þetta er Rússland með skítsæmilegt lag, það þýðir bara eitt þau eru áfram.

Svo kemur þéttur hópur sem dettur öðru hovu megin við úrslitasæti:


Azerbaijan – Sem nýtt land í ESC þá veit maður náttúrulega ekki hvað Azerbaijan gerir en ég tel þá nú samt með nokkuð gott bakland í Austrinu en svo aftur á móti mörg frambærileg lög á móti sér.

Bosnía – Það eru svona lög sem gera Eurovision stundum óþolandi. Ég fæ grænar bólur þegar svona lög eru að komast áfram á kosninga politík einöngu en við skulum sjá hvað setur með þetta

Belgía – Þetta lag er sérstakt og það hjálpar því hiklaust. Þetta er svona lag sem dómnefndin gæti sett áfram

Finnland – Kannski er of stutt síðan það var rokkhljómsveit sem gekk vel til að þetta geri einhverjar rósir. Þetta lag verður samt rétt hjá úrslitasæti en gæti rétt misst af því.

Írland – Þetta grín gæti auðveldlega floppað þó að ég sé alveg með tröllatrú á kalkúninum. Ég trúi því samt að þetta fari áfram, þetta er alveg nógu klikkað til að fólk kjósi.

Ísrael – Það er aldrei að vita hvað þetta lag gerir, ég vil ekki sjá það fara áfram en maður veit aldrei hvað Evrópa gerir. Efnilegur kandidat í 11 sæti held ég.

Moldóvía – Ef að þetta land kemst áfram þá geta þau þakkað ýmsu öðru en laginu fyrir það. En þrátt fyrir að lagið sé langt fyrir neðan allar hellur í gæðum þá er mikil hætta á að Moldavar komist áfram.

Noregur – Ég óttast soldið örlög þessa lags. Lög af þessari gerð frá Vestur evrópu hafa verið að detta út mjög óverðskuldað undanfarin ár og stór hluti af mér óttast að það verði örlög Norðmanna í ár.

Rúmenía – Ég hef trú á þessu, vil meina að þetta eigi góða möguleika á að komast áfram.

Slóvenía – Það verður sorglegt ef Slóvenar komast ekki áfram, en þeir eru reyndar það veldi fyrrum Júgóslavíu sem hefur verið að koma hvað verst út undanfarin ár. Ég vil samt trúa því að Slóvenía komist áfram.

Svartfjallaland – Þetta er það lag frá balkanskaganum sem á hvað minnst möguleika á að komast áfram held ég en það þýir nú samt ekki að það eigi enga möguleika. Held að það sé rétt öðruhvoru megin við línuna

Ég hef ekki trú á að eftirfarandi lönd fari áfram:

Andorra – Með enga kosninga vini aðra en Spánverja og ég veit ekki hvort kvöldið þeir kjósa þá eiga Andorra ekki mikla möguleika með svona ófrumlegt lag.

Eistland – Þetta lag á bara ekki séns í þennan bardaga. Það hefur enginn húmor fyrir þessu.

Holland – Því miður þá er þetta lag of lítið áberandi til að komast áfram held ég. Ágætis lag kemst ekki áfram.

Pólland – Þetta lag er alveg ágætt en stendur ekki nóg útúr til að gera einhverja hluti í keppninni. Held að þetta verði í botnbaráttu.

San Marínó – Þetta lag á ekki séns held ég. Það er ekki meira sem ég get sagt.

Svona held ég svo að þetta muni líta út:

Áfram (ætla ekki að raða þeim nema bara í stafrófsröð):

Armenía
Azerbaijan
Bosnía
Finnland
Grikkland
Írland
Ísrael
Rúmenía
Rússland
Slóvenía

Og svo restin:

11. Svartfjallaland
12. Noregur
13. Belgía
14. Moldavía
15. Pólland
16. Andorra
17. Holland
18. San Marínó
19. Eistland
What if this ain't the end?