Létt
Fyrstu fimm spurningarnar eru um gengi Íslands em þær næstu bara almennt um keppnina.
Eitt stig á rétt svar.
1. Hvaða ár tóku Íslendingar fyrst þátt? Svar: 1986
2. Hvað hét lagið Angel á íslensku? Svar: Birta
3. Hvað var eftirtektavert við föt Einars Ágústs þegar hann söng “Tell me” árið 2000? Svar: Hann var í pilsi
4. Hvaða land hefur gefið Íslandi flest stig(1/2 stig fyrir 2 eða 3 land) Svar: Svíþjóð hefur gefið okkur flest stig en Danmörk og Noregur standa í næstu tveimur sætum
5. Hver er næstbesti árangur Íslendinga? Svar: 4. sæti árið 1990
6. Í hvaða borg var keppnin fyrst haldin? Svar: Lugano, Sviss
7. Hvað er hámark fólks sem má vera á sviðinu í einu? Svar: 6
8. Hvað er aldurstakmarkið og hvenær var það sett? Svar: 16 ára er aldurstakmarkið sem sett var árið 1989
9. Hvaða ár var keppnin fyrst byrt á internetinu? Svar: árið 2000
10. Lag sem kosið var besta Eurovision lagið fyrir nokkrum árum var nefnt eftir belgískri borg og frægum atburði sem gerðist þar. Hvert var lagið, borginn og atburðurinn? Svar: Lagið og borgin er Waterloo en atburðurinn er að það er staðurinn þar sem Napóleon framdi sína síðustu orustu.

Erfiðara
Tvö stig á rétt svar.
1. Hver samdi Eurovision stefið? Svar: Frakkinn Marc-Antoine Charpentier
2. Hver er fyrirmynd keppninnar? Svar: San Remo söngvakeppnin á Ítaliu
3. Hve mikla peninga var Abba boðið til að koma saman aftur og keppa? Svar: Þeim var boðið einn milljarður dollara.
4. Hvaða landi gaf Ísland fyrst stig? Svar: Ísland gaf fyrstu stigin sín til Lúxemborgar
5. Alls, hve mörg stig hefur Ísland fengið? Svar: Ísland hefur alls fengið 970 stig(stig í forkeppnum eru tekin með)
6. Hvaða leik- söngkona sem lék í einum vinsælasta söngleik áttunda áratugsins tók einu sinni þátt í kepninni og lenti í fjórða sæti? Svar: Olivia Newton John
7. Hvaða asíska land ætlaði eitt sinn að keppa en hætti við tveimur mánuðum fyrir keppnina? Svar: Líbanon
8. Í hvaða sæti er Ísland á listanum yfir stig Dana í keppninni? Svar: Ísland er í 3 sæti
9. Hvaða tvö lög sem keppt hafa fyrir Ísland eiga sama enska heiti? Svar: Eitt lag enn og Hægt og hljótt heita bæði One more song á ensku.
10. Afhverju urðu sumir Bretar vantrúaðir þegar tilkynnt var í forkeppninni þar að Scooch færi fyrir þá 2007? Svar: Á úrslitastundu í bresku forkeppninni sagði annar kynnirinn nafn flytjandans sem hafði lent í öðru sæti.

Stig:
Sjonni 86: 21 stig
OcultaCarta: 13 stig
Nonni06: 8 ½ stig
Ooh: 7 stig
Vettlingurinn: 5 stig
Steinthurs: 5 stig
Giggs4: 4 stig
Nachos: 3 ½ stig

Allir svo að taka þátt í spurningakeppninni!