Fyrir neðan hef ég skrifað nokkrar eftirminnilegar stundir og fleiri hluti sem tengjast Eurovision.
Reglum um tungumál sem keppendur syngja á hefur verið breytt nokkrum sinnum.
Frá 1956-1965 var engin regla sem krafst þess að þjóð þyrfti að syngja á sínu tungumáli. Árið 1966 var gerð regla sem krafðist þess að hver keppandi þurfti að syngja á opinberu tungumáli þjóðarinnar sem hann/hún söng fyrir.
Árið 1973 var keppendum leyft að syngja á þaða máli sem þau völdu sér. Því var svo breytt í fyrra horf árið 1977.
Árið 1999 var svo aftur leyft að syngja á hvaða máli sem er.
6 arabalönd (Jórdanía, Líbanon, Alsír, Egyptaland, Líbýa og Túnis) hafa rétt til þess að keppa í Eurovision en hafa ekki gert það. Aðalástæða fyrir að þessi lönd hafa ekki keppt er sú að ríkissjónvarpsstöðvar þessara landa taka aðeins þátt ef að Ísrael gerir það ekki. Árið 1978 sjónvörpuðu ríkissjónvarpsstöðvarnar í nokkrum arabaríkjunum keppninni. En þei rifu útsendinguna þegar það kom að ísraelska laginu. Í Jórdaníu birtust blóm á skjáinn. Er leið á atkvæðagreiðsluna og augljóst var að Ísrael myndi vinna sneri Jórdanía sér aftur að blómum. Tilkynnt var í fréttum að belgíska lagið(L'amour ca fait chanter la vie) hefði borið sigur úr bítum, það hafði í raun endað í öðru sæti.
Árið 1974 var keppnin haldin í Brighton, Stóra Bretlandi. Þegar að kynnirinn Katie Boyle fór á lokaæfingu kom í ljós að laxableikur kjóll sem hafði verið sérsaumaður fyrir hana var allt of lítill. Saumakona BBC vann langt fram á nótt til að laga kjólinn og þegar Boyle gat loks troðið sér í kjólinn voru nærbuxurnar hennar orðnar óvenju áberandi. Rétt áður en hún gekk inn á sviðið tók hún til þessa ráða að klippa nærbuxurnar utan af sér.
Árið 1985 var keppnin haldin í Svíþjóð. Kynnirinn hét Lill Lindfors og gerði hún öllum bilt við þegar pils hennar festist í sviðsmyndinni og rifnaði af! Það heyrðist greinilega þegar áhorfendur í salnum tóku andköf. Hún stóð örstutta stund “vandræðaleg” á sviðinu en losaði svo bönd á öxlunum svo það datt niður sítt pils! Hún settist niður og sagði glettnislega; I just wanted you to wake up a little.
Árið 1986 keppti Sandra Kim fyrir Belgíu og hún sagðist vera 15 ára. Hún vann svo keppnina með laginu J’amie la vie. Hún viðurkenndi það samt eftir keppnina að hún væri aðeins 13 ára. Sviss, sem lenti í öðru sæti, kærði sigurinn en allt kom fyrir ekki. Svo að Sandra Kim er yngsti keppandi í sögu keppninnar og því mun ekki vera breytt í bráð því að nú er komið 16 ára aldurstakmark.
Þar til ársins 2002 hafði enginn flytjandi Breta byrjað á stafnum J. Og frá 2002-2005 sendu þeir bara flytjemdur sem byrjuðu á stafnum J, Jessica Garlick, Jemini, James Fox og Javine.
Nokkrar staðreyndir- Eurovisionstefið, Te Derum, var samið af frönsku tónskáldi, Marc-Antoine Charpentier (1634-1724).
- Aðeins lönd sem eru meðlimir í EBU(European Broadcasting Union) mega taka þátt í keppninni og þurfa að sjónvarpa keppninni óklippt og beint.
- Bæði “Hægt og hljótt” og “Eitt lag enn” bera sama enska nafn “One more song”
- Grease stjarnan Olivia Newton John keppti einu sinni, 1974 sama ár og Abba vann, og lenti í fjórða sæti.
- Kanadíski súperstjarnan Celine Dion vann keppnina árið 1988.
- Dana International vann keppnina árið 1998, hún var fyrsti kynskiptingurinn til að keppa í keppninni.
- Cliff Richards keppti árið 1968 með lagið Congratulasions. Hann hallaði í öðru sæti en lagið La,La, La sem var frá Spáni vann. Orðið La kom 138 sinnum fyrir í laginu.