Já það verða breytingar á Eurovision, 2 forkeppnir og það mun kannski endurvekja dómarana


Frá Panama.is; Breytingar á Eurovision

Á föstudaginn tilkynnti framkvæmdastjórn Eurovision söngvakeppninnar að næsta vor verði gerðar töluverðar breytingar á fyrirkomulagi keppninnar Stærsta breytingin er að tvær forkeppnir verða haldnar, en ekki ein eins og vanalega. Óvíst er þó hvort dregið verði saman í keppnirnar eða hvort t.d. Vestur-Evrópa keppi í einni og Austur-Evrópa í hinni. En 10 lönd komast áfram í hvorri forkeppni og munu þau keppna í aðalkeppninni sem fer fram á laugardegi eins og venjulega.

Sigurlandið frá árinu á undan mun ennþá eiga fastan stað í aðalkeppninni en einnig eiga hin svokölluðu Big 4 lönd fast sæti þar vegna þess að þau standa undir keppninni fjárhagslega. Þau lönd eru Bretland, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Því munu 25 lönd taka þátt í úrslitakeppninni.

Talið er líklegt að eyjaþjóðir eins og Ísland, Malta og Kýpur muni hagnast á þessum breytingum þar sem áhrif nágrannakosninga verða minni. Einnig er talið að með auknum sigurlíkum fáist færari tónlistarmenn frá Vestur-Evrópu til að taka þátt í keppninni.

Aðrar breytingar sem hugsanlega verða gerðar er að dómarakerfið verði að hluta til endurvakið en þá munu dómnefndir þó hafa minni völd en kjósendur. Þannig myndi t.d. dómnefnd fá að velja eitt af þeim 10 lögum sem komast áfram úr hvorri forkeppni. Líklegt þykir að báðar forkeppnirnar verði sendar út samstundis á fimmtudeginum fyrir aðalkeppnina og þá muni önnur eða báðar keppnirnar vera teknar upp fyrirfram. Hver þjóð má svo einungis kjósa í þeirri forkeppni sem hún tekur þátt í.

Íslendingar eru fyrsta þjóðin til þess að hefja leitina að næsta framlagi í keppnina en við hefjum leikinn í Laugardagslögunum sem hefst á RÚV næsta laugardag.

Þess má einnig geta að sviðshönnunin fyrir keppnina í Belgrade í maí hefur þegar verið valið og má sjá hana á meðfylgjandi mynd.
Yaris 06' good shit