Austur vs. Vestur
Eiríkur komst ekki áfram uppúr undankeppnini á fimmtudaginn og auðvitað varð allt vitlaust hérna á Huga sem og annarstaðar og allir sáu úrslit keppninnar með samsæris augum sem er kannski ekkert skrítið því það lítur nú ekkert sér staklega vel út að öll löndin sem komust uppúr undankeppninni í ár voru austan tjaldsþjóðir svokallaðar.
En málið er ekki svo einfalt að evrópa sé bara skipt í 2 hluta og þær kjósi einungis innbyrgðis en ekkert út fyrir. Þetta eru fleiri og minni blokkir í gangi þær eru t.d.
1. Balkan blokkin: Albanía, Bosnía & Herzegóvína, Króatía, Makedónía, Serbía, Slóvenía og Svartfjallaland.
2. Norðurlanda og Eistrasalts blokkin: Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð
3. Sovét blokkin: Armenía, Eistland, Georgía, Hvíta Rússland, Lettland, Litháen, Pólland, Rússland og Úkraína.
4. Vestur Evrópa: Belgía, Frakkland, Holland, Portúgal, Spánn og Þýskaland
Þessar 4 blokkir eru stærðstar en þetta eru þó ekki allar það sem það eru einhvað af 2 landa blokkum svosem Andorra/Spánn, Grikkland/Kýpur, Rúmenía/Moldóvía og Írland/Bretland.
Svo er það líka til fólk sem býr fyrir utan sitt heimaland kjósi sitt eigið land og það er ekkert óeðlilegt við það, hvað gerum við íslendingar ef við erum í útlöndum þegar Eurovision er? Jú við kjósum Ísland. Löndin sem eru að fá flest stig svona eru Tyrkland (mikið frá Frakklandi og Þýskalandi) og einnig Rúmenía (mikið frá Spáni)
Ástæðan fyrir því að stigin falla svona mikið innan þessarra blokka er í sumum tilvikum sú að artistarnir sem eru að keppa fyrir til dæmis Makedóníu eru oftar en ekki þekktir og vinsælir í nágrannalöndum Makedóníu, saman ber Eiríkur Hauksson sem er mjög vel þekktur í Skandinavíu og uppskárum við stig frá Skandinavíu í samanburði við það en svo það auðvitað til að fólk kjósi nágranna sína bara því þeir eru nágrannar þeirra.
Keppnin í ár.
Ég vík mér nú að keppninni í ár og beini sjónum mínum að undankeppninni það fóru 10 “austantjalds” þjóðir áfram en í rauninni voru þetta 3 þjóðir úr Balkan blokinni (Serbía ,Slóvenía og Makedónía), 3 úr Sovét blokkinn (Hvíta rússland, Lettland og Georgía), Landið sem á flesta innflytjendur í Evrópu (Tyrkland) og svo 3 lönd sem ég get ekki fundið að eigi neina sérstaka tengingu við önnur lönd kosningalega séð (Ungverjaland, Búlgaría og Moldóvía)
Þannig þetta er ekkert svo svakalegt ef við pælum í því og enn minnkar hryllingurinn þegar við sjáum að löndin í 11. og 12. sæti eru í Vestur Evrópu Blokkinni (Portúgal og Andorra) og svo 13. sætið úr Norðurlanda blokkinni (Ísland) og munurinn á 10. og 13. sæti var aðeins 14 stig og sýnir það okkur að það er ennþá möguleiki fyrir alla að komast áfram þó þetta hafi ekki fallið vel fyrir okkur í ár.
Varðandi árangur Íslendinga þá lenntum við í 13. sæti eins og komið hefur fram og það eitt er mjög fínn árangur. Bendi á að aldrei hafa jafn mörg lönd keppt á einu kvöldi í Eurovision eða 28 sem þýðir að við vorum fyrir ofan 15 lönd. Við fengum 77 stig og höfum ekki fengið svona mörg stig síðan Selma keppti í fyrra skiptið árið 1999 og annað sem ég tók eftir var að við fengum 12 stig frá 3 löndum (Svíþjóð, Finnland og Noregur) og það hefur bara gerst einu sinni áður árið 1999, einnig fengum við 2 tíur (Ungverjaland og Danmörk), 2 sextur (Eistland og Lettland) eina fimmu (Litháen), einn þrist (Hvíta Rússland) og 1 stig frá einu landi (Georgía).
Þetta finnst mér vera mjög fínn árangur sérstklega í ljósi þess að okkur gekk í rauninni best af öllum Norðurlöndunum og það hefur nú ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær.
Framtíð Íslands í Eurovision
Þegar ég heyri raddir segja “Íslendingar ættu bara að hætta þessari Eurovision vitleysu”…”við eigum ekki séns hættum bara ” og fleira og fleira þá verð ég svo pirraður því að þetta er svo mikið rugl við eigum alveg séns, unnu ekki Finnar í fyrra? Þeim hefur nú aldrei gengið neitt fyrr en þá. En þó ég verði pirraður við að heyra að setningar eins og ég talaði um áðan þá verð ég ennþá pirraðari við að heyra þegar fólk vill senda SigurRós eða Björk í Eurovision. Í fyrsta lagi þá finnst mér þetta ekki vera tónlist sem þessir artistar eru að gefa frá sér heldur surg og svo eiga þeir ekki heima í þessari keppni, þetta er ekki fyrir hvern sem er. Við eigum bara að halda áfram því sem við höfum verið að gera hafa forkeppnir hérna heima og velja bestu lögin í þeim og við höldum bara áfram þangað til þetta gengur upp, við vinnum einn daginn við þurfum bara að halda áfram.
Framtíð Eurovision
Mér finnst að það þurfi að breyta fyrirkomulagi Eurovision, en það er ekki vegna þess að austrið sé að ná yfir allt heldur finnst mér núverandi fyrirkomulag hundleiðinlegt. Það er að mér finsnt þetta tveggja kvölda kerfi ekki vera mjög spennandi vegna þess að mér finnst þetta vera alltof mörg lög sem eru í keppninni, þau eru orðin 42 mér finnst það vera og mikið.
Ég veit ekki hvernig á að breyta keppninni en ég vil ekki sjá að það verði gerð sér Austur Evrópu keppni og sér fyrir Vestrið það finnst mér ömurleg hugmynd því þá glatast tónlistarbreyddin í keppninni (ekki hefði ég viljað missa af framlagi Serba í ár). Það er hins vegar vitað að það á að breyta keppnini eftir 2 ár og ég hlakka til að sjá hvernig þeir breyta þessu þvi ekki hef ég lausn á þessu en það þarf að breyta einhverju.
Ég vona að þessi lesning hafi verið skemmtileg og/eða fræðandi fyrir þig sem ert að lesa þetta ég afþakka allt skítkast en endilega segið ykkar skoðanir.
What if this ain't the end?