Spá mín við fyrstu hlustun
Jæja, Ég gerði þetta í fyrra og ákvað endurtaka leikinn. Bara svona til öryggis þá vil ég taka það fram að ég er enginn Eurovision-spekingur svo alls ekki láta ykkur detta það í hug að stóla á mína dóma (meir'að segja spáði ég í fyrra að Finnland kæmist ekki í aðalkeppnina). En ég vandaði mig mjög mikið núna og hugsaði mikið um lagið áður en ég dæmdi það. Það er 100% að þið verðið flest ekki sammála mér en þá er bara eitt í stöðunni, komið ykkar skoðun á framfæri.
Albania: Lagið hreif mig ekki mjög við fyrstu hlustun. Það er svona eftir Albaniu formúlunni ekki mjög líflegt og svo finnst mér eitthvað óþægilegur taktur í því. Það er þó ekki alvont og er svona sæmilegt á köflum en ekki mikið meira en það. Spái því ekki áfram.
Andorra: Lagið er gott og sómar sig í hvaða partýi sem er eða bara heima að rokka. Margir eiga eflaust eftir að fíla þetta lag og hef ég lítið móti því nema…ef þetta er ekki stolið þá veit ég ekki hvað. Spái því áfram
Armenia: Ég er alltaf hrifinn af rólegum lögum og þar af leiðandi hrífur þetta lag mig. Mér finnst þetta ferlega gott lag en mætti hafa meiri kraft miðað við hvernig laglínan er. Armenía er komnir áfram þannig að þeir eru öruggir en ég held að þeir hefðu enga síður farið áfram.
Austurríki: Þrusugott lag. Skemmtilegur fílingur og bara gaman að hlusta á það. Ég fann ekkert að því nema það að þegar maður horfir á myndbandið lítur söngvarinn út fyrir að vera pínu wannabe. En lagið er gott og er besta hingað til enda er ég nú bara rétt byrjaður en líst vel á það áfram með Austurríki.
Belarus (Hvíta-Rússland): Þegar lagið byrjaði leist mér nú ekki á það en svo allt í einu kemur þessi rokkgrúppa með þetta ágætislag. Eins með Andorru og Austurríki er skemmtilegur fílingur í laginu og bara gaman. Mér finnst að ég hafi heyrt það áður en það fer áfram held ég.
Belgía: Noh diskó! Langt síðan ég hef séð diskó í Eurovision (svo ég muni). Diskó finnst mér alltaf skemmtilegt þótt lögin sé kannski ekki góð, þannig ég skal gefa því það að þetta er skemmtilegt atriði. En af því að lagið er ein stór falsetta þá verður röddin að vera fullkomin og það er hún ekki þarna. Einnig passar tölvuröddin hjá hljómborðsleikaranum ekki inn í lagið. Spái því ekki áfram.
Bosnia & Herzegovina: Ok, ég gef þessu lagi sama dóm og ég gaf laginu þeirra í fyrra. Lagi byrjar og rólega og er ósköp litlaust. Það kemur hins vegar kraftur í það seinna og þá kannski vaknar maður eftir að hafa sofnað yfir byrjuninni. Hins vegar komst lagið í fyrra áfram svo að guð má vita hver örlög þessa lags verði. Ég spái því ekki áfram en það gæti farið áfram.
Búlgaría: Ég geri ráð fyrir þetta hafi verið þetta lag hafi verið hugsað sem regndans enda heitir lagið “Water”. Það var alla vega svona regndansa-fílingur í laginu og ég var að fíla hann. Lagið er flott og vel sungið nema að það pirrar mig dáldið “íhh” hljóðið sem kemur í viðlaginu. Spái því áfram.
Króatía: Vá sóun, þetta finnst mér gott lag það hefur allt sem þarf til að hrífa mig en arrrrrrg!!! Hræðilegur flutningur með því að skipta um báða söngvarana gæti þetta verið þrusulag en með þessar frammistöðu er þetta lag ekki að fara neitt.
Kýpur: Ágætis lag svo sem en það mætti vera talsvert meira líf í því. Ég meir'að segja man ekki lengur nákvæmlega hvernig það var sem segir allt sem segja þarf. Spái því ekki áfram.
Tékkland: Já rokkið er vinsælt í ár eins og við var að búast. Í fyrra sögðu sumir að Lordi væru wannabe rokkarar mér fannst það nú ekki, en þetta eru wannabe rokkarar. Byrjunin er hörmuleg en síðan fer það nú aðeins að skána en ekki nóg finnst mér. Eflaust kjósa einhverjir það en ég spái því ekki áfram.
Danmörk: Heyrðu já ekki leist mér nú á það. Þarna er komin klæðskiptingur í allri sinni dýrð og hélt ég að það væri ávísun á hörmung, alla vega var það hörmung síðast þegar ég sá klæðskiptinga í Eurovision. En viti menn ég hef ekkert á móti þessu lagi skemmtileg laglína alveg eftir formúlunni, smá danstaktur og góður söngur. Ég segji já.
Eistland: Lagið passar vel í keppnina með flottann texta og grípandi melódíu. Hins vegar held ég að maður fái fljótt leið á þessu lagi. Alla vega held ég að þetta sé eitt að þessum lögum sem maður dansar og þess vegna syngur með en verður fljótt þreytt (í mínu tilviki samanber t.d. Angel og If I had your love). Veit ekki alveg fer líklega áfram en getur orðið eftir.
Finnland: Finnar hafa fundið sína deild í rokkinu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt lag og eitthvað heillaði mig í því. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt hvernig trommuleikurinn spilaði stóran undirleik í laginu. Finnar eru náttúrulega öruggir áfram og hefðu verið það engu að síður.
Frakkland: Veistu nei. Því miður eru þeir þegar komnir áfram.
Former Yugoslavian Republic of Macedonia: Þegar lagið byrjaði hélt ég að þetta yrði nú eitthvað gott byrjunin gerir eiginlega ráð fyrir að þetta sé kröftugt lag. En svo róast lagið niður og þá fór að vonast eftir kröftugu viðlagi og kröftugt er alla vega ekki orðið yfir þetta viðlag. Lagið er ekkert mjög slæmt en það er ekki ná áfram að mínu mati. Spái því ekki áfram.
Georgía:Bjóðum Georgíu velkomna til leiks. Ja þeir hefðu alveg mátt vera heima hjá sér. Þetta lag fanst mér ekki gott og var ein aðalástæðan sú að mér fannst söngur og tónlist ekki fara saman. Segir allt sem segja þarf. Spái þeim ekki áfram.
Þýskaland: Það jafnast ekkert á jazz. Þjóðverjar eru aðeins að leika sér að því að fara aðrar leiðir núna. Þeir voru með hræðilegt kántrílag í fyrra og nú koma þeir með geðveikan jazz. Mér fannst reyndar stundum eins og lag og texti væri ekki alveg á smellpassa en vona að það verði fullkomnað með enskum texta sem kannski hæfir laginu betur. En alla vega þetta lag er komið á toppinn hjá mér ásamt Austurríki. Þeir eru öruggir áfram og þetta lag á svo sannarlega heima í aðalkeppninni. Áfram Þýskaland.
Grikkland: Þarna kom einn hjartaknúsari hlaut kom að einum slíkum. Þetta lag minnir dáltið á “Shake it” sem Grikkland sendi 2004. Lagið er samt alveg eftir formúlunni og er bara mjög fínt og ég held að þeir hefðu komist áfram jafnvel þótt að þeir væru ekki öruggir.
Ungverjaland: Ég get ekki dæmt þetta lag því að röddin í söngkonunni pirraði mig svo að ég bara tek ekki eftir laginu sjálfu. Leyfið mér að heyra þetta vel sungið og þá er hægt að dæma lagið sjálft. En með þessari söngkonu er lagið bara skrifa undir sína eigin sjálfmorðsyfirlýsingu. Spái því ekki áfram.
Ísland: Ég dýrka þetta lag Eiríkur gerir það snilldarlega. Reyndar var það flottara í upprunalegri útsetningu en mér finnst það líka geðveikt svona. Ég veit að margir eru ósammála mér hérna en mér finnst enski textinn ótrúlega töff kannski vegna þess að ég fæst einnig við textasmíðar og hef unun af myndlíkingum en ekkert er að þessu lagi og núna komumst við áfram. Svo er bara að Eika'ða.
Írland: Nú á ég í vanda. Mér finnst byrjunin ekki góð eða eiginlega ekki vera nein byrjun en svo vex lagið og vex og þegar það er orðið hálfnað þá finnst mér það mjög flott. Svo að lagið er flott en það er lengi að byrja og byrjunin er ruglandi. En það er komið áfram þannig ég ætla ekkert að vera dæma það frekar.
Ísrael: Það átti að meina þessu lagi þátttöku fyrir það að vera of pólitískt en ákveðið var að leyfa því að taka þátt. Mér finnst nú að það hefði átt að meina því þáttöku fyrir að vera svona hrikalega leiðilegt. Úff þetta er hörmung. Þetta er ekki að fara neitt en niður.
Lettland:Hef þetta stutt og lagott. Viðlagið er geðveikt flott en restin er rusl. Spái því ekki áfram.
Litháen: Ha? Er lagið búið? Ég tók ekki einu sinni eftir að það væri byrjað. Eins gott fyrir Litháenana að þeir eru komnir áfram því þeir myndu ekki komast það með þetta lag.
Malta: Ég var ekki að fíla þetta lag. Ég get ekki alveg útskýrt það þetta bara er ekki gott lag. Spái því ekki áfram
Moldavía: Þetta er í þriðja skipti sem Moldavía tekur þátt í Eurovision í fyrstu tvö skiptin voru það að mínu mati léleg bulllög en hérna er eitthvað að sjá. Mér finnst lagið mjög flott og textinn æðislegur. Þess má til gamans geta að ég sagði einhvern tímann við félagana að ef ég myndi einhvern tímann semja Eurovisionlag þá myndi það einmitt fjalla um að fólk ætti að berjast. Þannig að ég er mjög ánægður með þetta lag og spái því áfram
Svartfjallaland: Þetta lag gæti alveg vera lag úr Latabæ á serbnesku. En alla vega var það ekki að hrífa mig og spái því ekki áfram.
Hollland: Það voru nú einhverjir Eurovisiontaktar í þessu lagi en það hreif mig samt ekki og þegar það var hálfnað nennti ég ekki að klára það. En ég gerði það nú og það var nú nokkuð svipað og fyrri helmingurinn. Spái því ekki áfram.
Noregur: Heyrðu já þetta var mjög fínt lag alveg eftir formúlunni og er svona hresst atriði með glæsilegum dansi og skemmtilegri kjólaskiptingu á sviðinu. Ég held nú samt að það fari ekki áfram en hver veit það gæti alveg gert það.
Pólland: Bæði já og nei. Ég sá ekkert að þessu lagi en ég sá heldur ekkert gott við það. Þetta var eiginlega svona lala alveg í gegn. Spái því ekki áfram.
Rómanía: Þetta lag var gott en alls ekki nóg. Það er komið áfram en held að það fari nú ekki hátt.
Rússland: Þrjár flottar stelpur að syngja flott lag. Works for me. Hefði getað farið báðar leiðir en það er komið áfram.
Serbía: Þetta er mjög flott lag svona rólegt til að byrja með og stigmagnast svo þegar líður á það. Mjög vel sungið og kraftmikið. Spái því áfram.
Slóvenía: Hér fær orðið kraftur nýja merkingu. Þetta er ótrúlega mikið lag kröftugur hljóðfæraleikur og sópranrödd söngkonunnar magnar það upp. Spurning er hvort sópranröddinn eigi heima í þessu lagi ég var efins um einhvern tíma þarna en mér finnst þetta virka þannig að ég spái því áfram.
Spánn: Eitthvað held ég að þessir eigi eftir að heilla kvenþjóðina. Lagið er grípandi og er hægt að dilla sér við það. Stórgott lag og er komið áfram.
Svíþjóð Já svíar fylgja frændum sínum í rokkinu.Lagið er bara stórgott mjög grípandi og skemmtilegt. Ég veit ekki alveg með þessa karl-dívu sem syngur það en hann skilar því frá sér stórvel þannig að ekki kvarta ég nú yfir honum. Þeir eru komnir áfram svo það þarf ekkert að hafa áhyggjur af þeim.
Sviss: DJ Bobo með “Vampires are alive” þegar ég sá titilinn viss ég ekki hvað ég átti að halda. Lagið er geðveikt og ég dýrka allt við það. Skemmtilegur fílingur í því, söngur og mér finnst kvenröddin æðisleg. Þetta er með betri lögum í keppninni og verð ég ekki ánægður ef það kemst ekki áfram.
Tyrkland: Mér fannst þetta ekki skemmtilegt lag þetta var svona eins og misheppnuð tilraun á danslagi. Lagið var mjög einhæft og bara já leiðinlegt. Spái því ekki áfram
Úkraína: ERTU EKKI AÐ GRÍNAST!!!! Jesús minn almáttugur þetta er slæmt. Úkraína hefur verið uppáhalds þjóðin mín í Eurovision því ég hef alltaf dýrkað lögin þeirra alveg frá byrjun. (Þetta er í 4 skiptið sem þau taka þátt minnir mig) en þessi lélegi skrípaleikur er hreint út sagt hörmung. Mér fannst það sama um Silvíu Nótt í fyrra og Alf Poier 2003 en það var hægt að finna eitthvað gott við þau bæði þetta er bara bull. Úkraína er komin áfram en það væri best að senda þau til baka.
Bretland: Þetta lítur úr eins og skemmtiatriði á árshátíð einhvers flugfélags. Mér finnst lagið svo sem ekkert slæmt en það er tilgangslaust, ekki mjög vel sungið og eins og áður hefur verið tekið fram minnir það frekar á skemmtiatriði heldur en keppnisaðila í Eurovision. Það er komið áfram en ég held að það hefði ekki komist áfram.
Uppáhaldslög: Austurríki, Þýskaland, Moldavía, Ísland og Sviss
Jæja komið að ykkur að tjá ykkur.