Snemma þótti Carola hæfileikarík og aðeins 11 ára gömul árið 1977 vann hún hæfileikakeppni í heimalandi sínu Svíþjóð og varð það valdur að því að hún kom fyrst fram í sjónvarpi.
Nokkrum árum seinna eða 1982, hafði yfirmaður Melodifestevalen, Bjert Karlson samband við Carolu og bauð henni að taka þátt í keppninni en Carola af þakkaði boðið af óþekktum ástæðum.
En ári síðar tók hún þátt í keppninni með lagið “Främling”. Vann hún yfirburða sigur í keppninni með fullt hús stiga frá öllum dómnefndum, þannig Carola var á leiðinni í Eurovision. Í maí það árið kom hún svo fram á stóra kvöldinu í Munchen, Þýskalandi og endaði í 3. sæti.
Árið 1990 kom Carola öllum á óvart með óvæntri endurkomu í Melodifestevalen með lagið “Mitt i ett äventyr” og hafnaði í 2. sæti.
Árið eftir kom Carola svo aftur í keppnina og núna með lagið “Fångad av en stormvind” sem kom sá og sigraði Melodifestivalen og gerði gott betur því eftir mikla baráttu við hina frönsku Aminu þá landaði Carola Marina Häggkvist sigri í aðalkeppni Eurovision með lag sitt.
Eftir sigurinn í Eurovision einbeitti Carola sér að því að gef út plötur meðal annars gaf hún út jóladiskinn “Jul” , gospel diskinn “My Tribute”, disk með rokkuðum hljóm sem hét “Personligt” sem var fyrsti diskurinn sem hún samdi lögin sjálf á, sálma diskinn “Blott en dag” og fleiri og fleiri. Á þessum árum lék hún einnig í 2 söngleiknum og söng titillag eins annars söngleiks.
Svo var það í nóvember 2005 sem Carola gaf út þá tilkynningu að hún myndi taka þátt í Melodifestevalen 2006 sem og gerði með lagið “Evighet” og vann hún keppnina í 3 skipti á ævi sinni, þrátt fyrir að dómnefndirnar hefðu sett hana í annað sætið þá gyllti símakosningin meira og vann Carola hana með yfirburðum og þar af leiðandi Melodifestevalen 2006. Í Aþenu flutti hún lagið á ensku undir nafninu “Invincible” og komst hún léttilega uppúr forkeppninni og lenti í 5 sæti í aðalkeppninni á laugardeginum, ekki amaleg úrslit það.
Eftir glæsilegan árangur í eurovision var Carola valin besta söngkona Svíþjóðar árið 2006
Það er óhætt að segja það að ferill Carolu Mariu Häggkvist sé glæsilegur með eindæmum og enginn efast um hæfileika hennar á tónlistar sviðinu en þrátt fyrir það þá er Carola einkar umdeild manneskja aðallega vegna þess að hún er mjög strangtrúuð og lítur á samkynhneigð sem galla og er ekkert að fela þá skoðun sína, einnig er hún svolítil díva og hefur það bitnað svolítið á ímynd hennar en það breytir ekki þeirri staðreynd að hér er á ferðinni virkilega hæfileikaríkur og glæsilegur listamaður sem á hrós skilið fyrir framlag sitt til listarinna
What if this ain't the end?