Eurovision '98-'06 Ok mér langar að hressa þetta áhugamál upp og ætla að skrifa smá um vinningshafa frá árinu 1998 til 2006.

1998 Title: “Diva” Artist: Dana International

Ég var nú bara 6 ára þegar Dana Interantional vann keppnina í Bretlandi. Ég man nú samt soltið eftir henni að hún var með mikla stjörnustæla eins og Silvía “okkar” nótt. Mér finnst þetta mjög flott lag og vel sungið. Ég fæ alltaf svona firðing í magann í hvert skiptið sem ég heyri það.

1999 Title: “Take Me To Your Heaven” Artist: Charlotte Nilsson

Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst Selma miklu betri! Mér finnst lagið als ekki nógu grípandi og textinn hálf asnalegur. Mér dettur strax í hug jólalag eða einkvað. Reyndar hefur Charlotte mjög góða rödd og þannig bjargar hún titlinum

2000 Title: “Fly On The Wings Of Love” Artist: Olsen Brothers

Leið og þessir “gömlu” karlar stigu á svið sagði ég “þessi eiga eftir að vinna” og þannig fór það. Ég fæ gæsahúð í hvert skiptið sem rólegi parturinn í laginu byrjar. Danir sendu þá nú samt bara í gíni og aftur vann “grín” lagið. Mér samt persónulega finnst lagið skemmtilegra á dönsku;)

2001 Title: “Everybody” Artist: Dave Penton and Tanel Padar

Ok söngvararnir eru HRÆÐILEGIR(mér finnst það) og það skemmir lagið. Annars var þetta lag til þess að íslendingar fengu smá vonar gneista í að vinna eurovision að því að laginu var spáð ágætlega en vann svo bara… Þetta er þannig lag sem verður bara cool á því ári sem það vann. Verður ekki eftirminnilegt eftir 10 ár eða einkvað.

2002 Title: “I Wanna” Artist: Marie

Lagið er mjög grípandi og atriðið var mjög öðruvísi og flott. Atriðið var mjög gott og stóð upp út því að það voru mjög léleg lög þetta árið að mínu mati en við íslendingar tókum ekki þátt þetta árið. Elska bara allt við það og Marie er mjög góð söngkona.

2003 Title: “Every Way That I Can” Artist: Sertab Erener

Ég efast um að ég muni nokkur tíman gleyma þessu lagi og atriði. Elska byrjunina og byrja strax að dilla mér við fyrstu tónana. Viðlagið festist gjörsamlega í höfðinu á manni og maður sönglar það næstu daga. Atriðið var líka mjög flott og frumlegt, sérstaklega magadansmærnar. “no, no, no, no, nohoh” elska þann part í laginu og þetta er að mínu mati NÆST besta lagið í eurovision frá upphafi

2004 Title: “Wild Dances” Artist: Ruslana Lyzhichko

Mjög flott lag og aftur kom svona “þjóðar” still í fyrsta sætið. Mér fannst samt betri lög en þetta lag í keppninni en er samt alveg sátt við að þetta lag vann. Góður takturinn í laginu og maður fær taktinn einginlega á heilann. Samt er mjög mikill hreimur í söngnum og maður á soltið erfitt með að skilja hann.

2005 Title: “My number one” Artist: Helena Paparizou

Það voru of mörg lög sem voru betri en þetta, of venjulegt finnst mér. Dansinn mjög hallærislegur og textinn ekki mjög frumlegur. Samt kemur lagið manni í stuð í maður getur dansað við það sem ég elska við eurovision lög. Ekki lag sem ég mun muna eftir og kannski gleyma þegar ég fer að telja upp lögin sem hafa unni 200- í eurovision

2006 Title: “Hard Rock Halleluja” Artist: Lordi

Hvað er að fólkinu sem getur ekki hætt að segja að hard rock sé leiðinlegt. Ég er ekki mjög mikið fyrir hard rock en þetta lag kom mér í smá stuð. Svona dans hard rock still eða einkvað. Reyndar sá ég myndband með Lordi Sandman held ég og það var bara virkilega hræðilega ógeðslegt! En allavega þá finnst mér lagið grípandi og mjög flott atriðið.

Hef ekki meira að segja en endilega lesið undirskriftina mína;)