Það má ekki gerast!! Þetta áhugamál má ekki deyja líkt og Idol áhugamálið! Það væri mikil synd ef þetta áhugamál myndi deyja. Þess vegna var ég að pæla í hvort að við gætum ekki reynt að fara í smá greinaátak, eins og könnunum og myndum. Er búin að vera vinna eins og maniac en ég ætla að reyna að bæta því upp með smá grein hér.

Hvernig getum við lagað þetta? Jú, með því að senda inn eitthvað sniðugt, þó að það væri ekki nema korkur. Láta ykkur detta eitthvað sniðugt í hug og skrifa það strax niður. Fyrsta hugmyndin er oftast sú besta, nema þegar það kemur að skítköstum því að skítköst eru ekki sniðug. :)

Skoðanakönnunin sem er núna í gangi “Vilt þú sjá Bubba í eurovision?” vakti smá áhuga hjá mér. Væri það ekki dáldið cool að senda Bubba í eurovision? Samt ekki núna.. ég væri fyrst til í að sjá Rune Rudberg keppa fyrir Noregs í eurovision. :P Ef hann stendur sig vel, þá á Bubbi eftir að gera það líka. Ég meina, hver veit. Kannski fær fólk einhverntímann ógeð af poppbylgjunni sem tíðkast mikið í eurovision.

Rune Rudberg er frægur skallapoppari í Noregi, líkt og Bubbi er hér á Íslandi. Í tilefni dagsins ætla ég að senda mynd af Runa Rudberg, þótt að hann hafi aldrei keppt í eurovision. Hann er svo sætur.. ;) Hehehe! ( ATH hann lítur ekki svona út í dag, þetta er gömul mynd af honum. Hann er sköllóttur í dag ;))

Skítköst vil ég ekki!

Kv. Libero