
Hvernig getum við lagað þetta? Jú, með því að senda inn eitthvað sniðugt, þó að það væri ekki nema korkur. Láta ykkur detta eitthvað sniðugt í hug og skrifa það strax niður. Fyrsta hugmyndin er oftast sú besta, nema þegar það kemur að skítköstum því að skítköst eru ekki sniðug. :)
Skoðanakönnunin sem er núna í gangi “Vilt þú sjá Bubba í eurovision?” vakti smá áhuga hjá mér. Væri það ekki dáldið cool að senda Bubba í eurovision? Samt ekki núna.. ég væri fyrst til í að sjá Rune Rudberg keppa fyrir Noregs í eurovision. :P Ef hann stendur sig vel, þá á Bubbi eftir að gera það líka. Ég meina, hver veit. Kannski fær fólk einhverntímann ógeð af poppbylgjunni sem tíðkast mikið í eurovision.
Rune Rudberg er frægur skallapoppari í Noregi, líkt og Bubbi er hér á Íslandi. Í tilefni dagsins ætla ég að senda mynd af Runa Rudberg, þótt að hann hafi aldrei keppt í eurovision. Hann er svo sætur.. ;) Hehehe! ( ATH hann lítur ekki svona út í dag, þetta er gömul mynd af honum. Hann er sköllóttur í dag ;))
Skítköst vil ég ekki!
Kv. Libero