Í mörgum keppnum eru það alltaf einhverjir sem skera sig úr með t.d. öðruvísi tónlist, frjálslegu fasi, brjáluðu tónlistaratriði eða jafnvel fyrir að gera ekki neitt. En það eru þó einhverjir sem skera sig úr með frábærum söng og eftirminnilegu lagi.
Það er ein söngkona sem situr fast í minni mínu af öllum söngvurunum sem ég hef aflað mér upplýsinga um. Ég man eftir að hafa hlustað á lagið hennar aftur og aftur og aftur þegar ég var 11 ára gömul, sem var í gömlum eurovision-safndiski frá pabba mínum. Ég heillaðist um leið af töfrunum sem bárust frá laginu og ákvað á þeirri stundu að ég vildi vita meira um þessa söngkonu og keppnina árið 1969.
Það er hún Frida Boccara. Hún söng lagið “Un jour, un enfant” fyrir hönd Frakklands sem varð eitt af sigurlögum keppninnar árið 1969 en það voru 3 lönd sem lentu í fyrsta sæti ásamt Fridu.
Þau lönd sem lentu í fyrsta sæti ásamt Fridu voru:
England með lagið “Boom bang-a-bang” - Lulu söng fyrir hönd Englands
Holland með lagið “De troubadour” - Lennie Kuhr söng fyrir hönd Hollands
Og Spánn með lagið “Vivo cantando” - Salomé söng fyrir hönd Spánar
Ég skildi ekki alveg afhverju það lentu 4 þjóðir í fyrsta sæti en það virtist vera að stigakeppnin hafði verið æsispennandi og þjóðirnar 4 höfðu fengið jafn mikið af stigum þegar stigakeppni lauk. Ef það er einhver sem veit meira um það mál en ég, þá má viðkomandi endilega fræða mig um það, því að ég held að ég hafi verið að misskilja eitthvað. :D
Frida fæddist í Mónakó 29. október árið 1940 og var hún fræg söngkona í Frakklandi. Frida var oft með lög í sjónvarpsþáttum í Frakklandi og Englandi. Hún dó í Frakklandi árið 1996, aðeins 56 ára gömul.
Engin skítköst takk!
Með kveðju, libero.