Ég veit að þetta er frekar stutt grein en hvaða keppni úr sú besta sem þið hafið séð?
Amma mín var svo dugleg að taka upp keppnirnar að ég held að hún eigi keppnirnar frá árinu 1986 (Árið sem íslendingar tóku fyrst þátt í keppninni) til 2006. Það er mikið sport að fá spólurnar hennar lánaðar og horfa á keppnirnar fram og aftur. :)
Best finnst mér keppnin sem var haldin í Jerúsalem í Ísrael árið 1999. ekki útaf Selmu, heldur útaf öllum hinum keppendunum. Þýskaland, Kýpur, Noregur, Makedónía, Malta og margar aðrar þjóðir sem voru með mjög góð lög og misgóða sviðsframkomu. Persónulega fannst mér algjör snilld að sjá litlu gelgjurnar frá Makedóníu í fínu fullorðinsfötunum sínum.. ;) Mér fannst líka algjör snilld að stelpan frá Möltu þurfti að láta að setja sérstök lóð í pilsið í kjólinum sínum, svo að pilsið myndi ekki brettast upp! ;)
Jæja, hvað finnst ykkur? Hver er besta keppnin sem þið hafið séð? Engin skítköst takk fyrir.
Kv. libero sem ætlar að skella spólu í tækið með keppninni frá árinu 1990. :Þ