Já, þá er maður svona að jafna sig eftir áföll gærdagsins og farinn að velta því fyrir sér hvaða lönd það verða sem koma til með að bítast um efstu sætin í úrslitunum á morgun. Ég ættla hinsvegar að lýsa yfir hneisklun minni á því að Belgía skildi ekki hafa komist áfram, án efa flottasta lagið í alla staði sem var í keppninni í gær og skammarlegt að það skildi ekki hafa komist áfram. En við fjöllum meira um það seinna, úrslitin segiði…
Allt frá því að ég renndi fyrst yfir lögin hef ég verið stórhrifinn af einu lagi, en það er framlag Rúmena, Tornero, flutt af Mihai Traistariu, lagið greip mig strax sem mikið stuðlag sem ég gæti hugsað mér að hreifa mig við á dansgólfinu og finnst mér þetta lag mjög líklegt til þess að vinna. Önnur lög sem eru í uppáhaldi hjá mér er Norska lagið, Alvedansen, flott þjóðlegt lag. Þau hafa víst staðið sig hvað best keppanda á æfingum og verð ég að segja að það væri draumur að fá keppnina til Noregs, þá er þetta nálægt okkur og meiri möguleiki fyrir áhugafólk héðan að fara. Svo er Sviss með gott lag, Þjóðverjar líka, skemmtilegur kántrífílingur, en samt er það auðvitað litað af Eurovisionstemningu, sem gerir þetta að mjög skemmtilegri blöndu. Danir líka með svolítið stuðlag, ekkert endilega sniðið að þessari keppni, en gæti orðið vinsælt í útvörpum landsmanna á næstu mánuðum, þó aðallega á Bylgjunni, Rás 2 og þeim pakkanum.
Restin af lögunum sem fyrirfram voru í úrslitunum gripu mig ekki mjög mikið, en mér finnst mikið af góðum lögum í úrslitunum og hlakka ég því mikið til kvöldsins á morgun.
Af þeim lögum sem komust áfram í gær tel ég líkeg til árangurs lögin frá Rússlandi, Bosníu Hers og Svíþjóð, Finnland held ég að eigi eftir að fá svolítið af stigum, en ég tel að þeir verði nokkuð langt frá 10. sætinu sem þarf til að tryggja sig í úrslitin á næsta ári.
En stigin mín mundu falla á þennan hátt:
12 stig: Rúmenía
10 stig: Noregur
8 stig: Rússland
7 stig: Sviss
6 stig: Lettland
5 stig: Þýskaland
4 stig: Úkraína
3 stig: Írland
2 stig: Danmörk
1 stig: Svíþjóð
Svíjum ættla ég ekki að gefa nema eitt stig einfaldlega útaf því hvað það fer geðveikt mikið í taugarnar á mér hvað svona ömurlegt lag fær mikkla umfjöllun bara útaf því að einhver geðveikt þekkt kona í Eurovision er að syngja það, Carola, hún fer virkilega í taugarnar á mér.
Lettar eiga eftir að ná langt ef strákarnir standa sig á sviðinu, í lagi sem þessu þar sem ekkert undirspil er reynir mjög mikið á að misstíga sig ekki í tónunum, því örlítil mistök virðast svo mikklu mikklu stærri þegar þú ert bara með vocal.
Bosnía Hersegovína á pottþétt eftir að vera ofarlega. Þeir eru svosem með ágæta ballöðu, þetta hittir ekki alveg í mark hérna fyrir vestan, en í þessum austurlöndum virðast menn mikið vera fíla svona væl og harma ég því að segja að þeir eigi eftir að vera nokkuð ofarlega. Annars þá er ég nokkuð pottþéttur á því að Noregur og Rúmenía eigi eftir að berjast um 1. sætið og megi sá besti vinna :) Belgía hefði án efa fengið 12 stig ef þeir hefðu verið í þessum úrslitum, en því miður, við fáum ekki að sjá vindin feikja upp kjólnum á þessari yndisgyðju aftur :( (það kemur grein á sunnudaginn þar sem ég tek saman þessa keppni, mun þá fjalla frekar um þetta mál).
En annars ættla ég ekki að hafa þetta lengra núna, ég óska ykkur góðrar skemmtunar á morgun, horfum nú öll og kjósum okkar uppáhöld þó svo að Ísland sé ekki með, höfum bara gaman að þessu :)
Ég kveð að sinni ;)