Já, nú er manni ekkert ofar í huga en þessi blessuðu undanúrslit sem fara í gang kl. 19:00 í Sjónvarpinu á morgun. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvaða lög ég held að fara áfram og verð að segja að það er rosalega erfitt að spá fyrir um þetta. Mikið er af góðum lögum og eftir slæma útreið á mörgum góðum lögum í fyrra sem þurftu að víkja fyrir slæmum lögum, aðeins útaf landafræði, þá er næstum ógerningur að segja til að um það hvaða lönd komast áfram.
Ég er hinsvegar með nokkur sem ég tel nánast pottþétt áfram, en það eru Rússland, Belgía og Svíþjóð. Allt annað tel ég að gæti fallið báðu megin. Finnland og Ísland eru bæði lönd sem eru held ég hvað mesta óvissan með, bæði löndin að skera sig hressilega úr þarna úti og verður gaman að fylgjast með því hvernig það á eftir að fara. Ég vona að sjálfsögðu af öllu hjarta að Silvía okkar eigi eftir að fara áfram, en hver veit, held að enginn Íslendingur sé pottþéttur á því eftir skellinn stóra sem við fengum í fyrra. Ég held samt sem áður að það gæti hjálpað okkur mikið öll þessu umfjöllun sem Silvía er að fá, en ég ættla hinsvegar ekki að spá henni áfram, Finnar held ég samt að fari áfram.
En hér er allavega listi yfir þau lög sem ég vill sjá áfram:
1. Rússland
2. Belgía
3. Eistland
4. Svíþjóð
5. Makedónía
6. Holland
7. Slóvenía
8. Írland
9. Ísland
10. Finnland
Ég ættla hinsvegar að spá því að Bosnía Hersgovina eigi eftir að fara áfram á kostnað Íra, og Armenar á kostnað okkar Íslendinga, annars held ég að öll hin lögin á þessum lista gætu farið áfram.
Andorra og Kípur eru líka með mjög flott lög sem eiga alveg jafn skilið að fara áfram og hin sem eru á þessum lista, en maður þarf alltaf að velja og hafna.
En maður hefur náttúrulega bara séð myndböndin hjá þessum lögum og hlustað á lögin, en að mínu mati er sviðsframkoman allt að því jafn mikilvæg í þessari keppni, þar sem hún snýst nær engöngu um það þeir sem dæma (áhorfendur) horfi, ekki bara hlusti, á lagið og líka bæði það sem þeir sjái og heyri, en það gerir þessa keppni bara enþá skemmtilegri, því nú er aldrei að vita hvað gerist á þessu afdrigaríka kvöldi. Ég tel það mjög svo líklegt að Silvía okkar eigi eftir að koma með glæsilegt innslag, en það gæti valdið úrslitaáhrifum (talk about pressure).
En ég ættla að óska ykkur velfarnaðar annað kvöld, höldumst nú öll í hendur og biðjum meðan Silvía stígur á svið, því góðir straumar geta nú varla skaðað neinn :)