Já, ég ættla að skella inn smá pistli hérna um þetta allt saman. Þetta eru bara einhverjar hugleiðingar hjá mér, kem svo á morgun eða hinn með spá fyrir undanúrslitin og hugsanlega úrslitin líka.
2 keppendur eru um þessar mundir án efa að fá mesta umfjöllun útí Aþenu, en það er hún Silvía okkar Nótt og skrímslaklæddu gaurarnir í Lordi, en Lordi er víst nafn aðalsöngvara hljómsveitarinnar.
Ég hef haft nokkuð gaman að þessu fjaðrafoki í kringum Silvíu og held að þetta hafi stimplað okkur nokkuð sterkt inní þessa keppni, og ef það verður nægur glamúr og glæsileiki á sviðinni og lífsorku í flutningnum þá eigum við eftir að fara inní úrslitin. Meira held ég að við getum ekki beðið um, því að mínu mati er þetta lag einfaldlega ekki í nógu hágum klassa til þess að vinna keppnina. Maður ætti samt aldrei að segja aldrei og er nokkuð stór spurning hvort maður pulli ekki bara íslendinginn á þetta? Sætta sig ekki við neitt annað en 1. sæti :)
Hvað Lordi varðar þá hef ég voðalega lítið gaman af einhverju svona dæmi, þ.e.a.s. þessum skrímslagrímum, eins og Silvía sagði þá hljóta þeir nú að vera butt ugly þarna undir. Ég varð næstum bara hræddur þegar ég var að fylgjast með blaðamannafundinum hjá þeim, en þeir voru með nokkurn húmor strákarnir, þannig að maður gat skellt uppúr. Þetta lag á ekki eftir að vekja jafn mikkla lukku og Wig Wan gerðu í fyrra, enda var lag þeirra svo mikið mikið betra og hentaði mun betur þessari keppni, en lagið þeirra verður samt sem áður aldrei neitt flopp, því tónlistin sem þeir spila er ekkert djók, og þó þeir séu svokallað freak show, þá færir það keppninni bara lit og gerir hana fjölbreytta, sem ég held að fólk eigi eftir að fíla.
Annar náungi sem er að slá í gegn þarna úti er strákur að nafni Andre frá Armeníu, en hann er mikið sjarmatröll með gott lag. Fólk hefur flygst að honum til að bera hann augum og fá eiginhandaráritanir.
Keppnin í ár finnst mér vera einkar glæsileg, mér finnst vera mikið af góðum lögum, mikið lagt í að gera lögin flott líka á sviði sem mér finnst vera mjög gott, því þetta á að sjálfsögðu líka að vera gaman að horfa á, ekki bara hlusta, og hef ég þessveggna mjög gaman að því hvað þjóðirnar leggja mikið í búningana og sviðsframkomu, en margir vilja meina að á síðustu árum hefur það sett nokkurt strik í reikningin um það hver vinnur. Þetta fyrirkomulag með það að hafa undankeppni hefur einnig breytt andanum í kringum keppnina nokkuð mikið. Það finnst flestum mjög súrt að komast ekki uppúr undanúrslitunum, þó svo að sú keppni sé í dag jafn stór og aðalkeppnin hefur verið síðustu ár, en þetta tel ég leiða það af sér að þær þjóðir sem ekki fara beint inní úrslitin leggji þeim mun meira í lögin til þess að reyna tryggja sér sæti meðal þeirra bestu. Þetta á svo eftir að aukast enþá meira á næsta ári, en þá eru það í mesta lagi 10 lög sem fara beint í úrslitin, þ.e.a.s. 6 efstu löndin og svo plús Þýskaland, Frakkland, Spánn og Bretland. (ég veit ekki alveg hvernig það verður ef eitthvað af þessum 4 löndum verður í topp 6). En þetta leiðir til þess að 28 lönd keppa í undakeppninni um 15 laus sæti (að ég held), sem á eftir að gera undankeppnina jafn viðamikkla á aðalkeppnina.
Ég horfði á þættina með Norrænu spekingunum í dag og verð ég að segja að þetta er bara hin mesta skemmtun, allir hafa þeir góðan húmor og vita svoan nokkurnveginn um hvað þeir eru að tala, líka gaman að hafa eitthvað fólk með sér í því að fara í gegnum lögin 37. Ég mæli með því að allir skelli sér á www.ruv.is/eurovision og horfi á þessa snillinga í verki, þar getiði einnig horft á hinar ýmsu uppákomur Silvíu í Aþenu.
Þeir gáfu Finnunum flest stig, en þar á eftir komu rússland, bosnía hers., danmörk og fl. (man þau ekki í augnablikinu) og finnst mér þetta allt vera nokkuð í rétta átt hjá þeim, nema það að sjálfsögðu eiga Finnarnir ekki eftir aðvinna keppnina, engin hætta á því, en þeir fengu aðallega stig hjá spekingunum fyrir að vera öðruvísi og það kunnu þeir að meta. Rússland tel ég hinsvegar að vinni þessa keppni, án efa, þá finnst mér þetta lang besta lagið. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig strákurinn Dima Bilan á eftir að taka sig út á sviðinu með lagið Never let you go, en hann ætti ekki að vera óvanur því, enda unnið fjölda verðlauna hjá rússnesku MTV stöðinni. Annað lag sem ég er hrifinn af er Belgíska stelpan Kate Ryan, en það gæti sett eitthvað strik í reikningin að í myndbandi veltir hún sé um á ströndinni í bikiní og er vöxtur þessarar stelpu allt annað en eitthvað kvarta yfir. Samt sem áður er lagið hennar, Je t'adore, eða ég dírka þig, nokkuð gott lag, sem hentar rosalega vel í keppni sem þessa og fíla svona europopp “hommar” eins og ég þessi lög alveg í tætlur. En eins og ég segi, þá er ég ekki í neinum vafa um það að minn maður Dima Bilan eigi eftir að rúlla þessu upp.
Spekingarnir vildu reyndar meina einhverjir að rúmenska lagið hjá Mihai Traistariu, Torneru, sigurstranglegast, og verð ég að vera sammála því að þetta sé mjög gott lag, en 2. sætti ætti að henta þeim mjög vel ;)
Rúmenar hafa hinsvegar riðið nokkuð feitum hesti í þessari keppni þrátt fyrir að hafa verið að taka þátt í stuttan tíma, sem mér finnst mjög áhugavert fyrir margar sakir, þessi keppni er víst mönnum mjög ofarlega í huga þar, rétt eins og hér á Íslandi.
Heitasti draumur íslensku þjóðarinnar er að vinna Eurovision, ég held án ef að í heildina þá viljum við vinna þessa keppni mest af öllum þeim keppnum sem við tökum þátt í. Allavega væri ég til í að fórna öllum þeim handbolta og fótboltatittlum sem til eru í heiminum ef bara við Íslendingar gætum unnið þessa keppni eins og einu sinni :) Mikið væri það yndislegur dagur, ég gréti án efa af gleði :)
Jæja, þá verður þetta ekki lengra, þetta var bara svona samklyppur af hinu og þessu sem mér datt í hug meðan ég var að drita þessu jafn óðum inní tölvuna, þannig ég ættla biðja ykkur að vera ekki of dómhörð á ritstílin.
Ég kvet ykkur til að posta endilega inn hugleiðingum sem þið eruð með, alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt :)