Finnland, hugmyndaleysi og herma!
Finnar hafa löngum átt í erfiðleikum með að komast hátt í eurovision líkt og við Íslendingar og hafa þeir í ár gripið til sömu hugmyndar og þeir hafa gert svo mörgum mörgum sinnum áður! Nú þið viljið vita hvaða hugmynd það er? Það er að herma! Já ég sagði það HERMA! Þeir hafa oftar en ekki sent atriði sem er stæling á einhverju atriði sem var árið áður og gekk vel og í ár hafa þeir gert það aftur!
Erum við að tala um lítið hugmyndaflug eða? Það finst mér allavegana!
Lordi er algjör stæling á WIG-WAM og það finst mér sýna hugmyndaleysi! afhverju að herma? Wig wam komst ekki það langt þó að þeim hafi svo sem alveg gengið vel en wig wam var líka með miklu miklu betra lag heldur en Lordi er með núna. Þó svo að Íslendingar séu að fíla Lordi að þá eru aðrar þjóðir allment ekki að gera það. Fólk nennir ekki að sjá það sama aftur! Finnar eru nú samt ekki einir um að grípa á þetta ráð. Í keppninni í fyrra voru allir með stælingu á atriði Ruslönu sem hafði unnið árið áður. Það mátti einnig sjá dæmi um að herma hér heima í undankeppninni þegar Birgitta Haukdal var með nákvæma stælingu á atriði grikklands sem vann í fyrra!
Látum ekki blekkast af slíku hugmyndaleisi! höfum okkar eigin skoðanir og verum ekki alltaf að herma! En ég vona bara að finnum muni ganga vel ætli þeir eigi það ekki skilið?