Jæja það styttis all svakalega í það að Silvía fari til Aþenu, minna en mánuður!
Hef verið að skoða hvað veðbankana á netinu og flest allir spá okkur einhvers staðar í miðjunni þ.e 8-13 eitthvað svoleiðis. Þannig að við sjáum að á þessu að Silvía verður í hörkubarráttu um að komast úr undankeppninni. Spáð er því að Belgar og Svíar eigi eftir að berjast um toppsætin þ.e. þá í undankeppninni.
Í aðalkeppninni er Grikkjum spáð sigri líkt og í fyrra. Hins vegar hef ég verið að hlusta svona á þessi lög og verð ég að segja að í fyrsta sinn á ég mér ekkert uppáhalds lag. Ekkert þeirra heillar mig neitt, finnst þau eiginlega bara frekar léleg í ár :s. Þrátt fyrir að eiga ekkert uppáhalds lag er ég viss um að Eistar, Svíar, Írar jafnvel Rússar vinni þetta í ár. Eða Möltu lagið I do, sem situr fast á heilanum haha það væri snilld :D.
Mikið af fólki hér er heillað af framlagi finna í ár, Lorda, gaman að sjá hvernig þeim á eftir að ganga. Fyndið að meðlimir sveitarinnar hafa aldrei sýnt sín réttu andlit opinberlega það er alltaf gríma sem þeir koma fram með.
En hvernig haldiði að búningu Silvíu verður? Hún var að opna svaka síðu sem er mjög vel unnin verð ég að segja, fagmannlega að verki staðið. www.silvianight.com En hvað lúkkið hennar varðar þá er Ágústa að leika um þessar mundir í myndinni Mýrin og þurfti vegna þess að lita hár sitt rautt. Eins og margir vita er eitt af aðaleinkenni Silvíu þessi ljóshærði toppur sem hún er með, en það er víst búið að búa til 10-20 toppa fyrir hana til að taka með til Aþenu og munu þeir hafa kostað nokkra góða þússundkalla. Já það á að rústa þessu í ár, verður það að veruleika? Hver veit.
Annar rakst ég á þessa síðu um daginn ef áhugi er fyrir.. Já, ég fann frábæra síðu um daginn: www.escradio.com þetta er svona útvarp þar sem eru bara eurovision lög í gangi, endilega kíkja og hlusta ef áhugi er fyrir því. Svaka gaman að hlusta á sum login þarna.
En annars er undirbúningurinn í Aþenu kominn á full tog sviðið að verða tilbúið, hér er t.d. mynd af því þar sem verið er að leggja lokahöndina á það.
En eitt að lokum endilega svara þessum spurningum:
1. Hver vinnur?
2. Hvar lendir Silvía?
3. Hver fær 12 stig frá Íslandi?
4. Hverjum heldur þú með?
5. Er keppnin að breytast í sirkus sýningu eða er þetta allt mjög jákvætt?
Endilega svara ;)
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!