Er hugsanlegt að Silvía Nótt fá mestu athyglina í ár? Það styttist óðum í að Silvía Nótt fljúgi til Aþenu og flytur framlag okkar í ár á meðan margra Íslendingar gera sér miklar vonir um að hún komi með gullið heim.( Svo eru náttúrulega einhverjir sem vona að þessu verði öfugt farið )
En það sem brennur á mér er það að það hefur verið mikið rætt um að með því að senda hana út verði hún senuþjófur aðra keppanda með sinni framkomu sem hún kann best að túlka sem og skrautlegum fatnaði. Verður þetta svona? Á hún ekki eftir að falla í skuggan? Sænska dívan Carola sem kom, sá og sigraði árið 1992, með 146 stig með laginu Fångad Av En Stormvind, er snúinn aftur og vindvélin er auðvitað með í för. Finnska sveitinn Lordi koma einnig sterkir inn sem algjörir senuþjófar en þið getið nú bara séð það sjálf miðað við hvernig þeir hafa ákveðið að stílisera útlit og annað. Mjög fagmannlega gert til þess að fá athygli fjölmiðla! Málið er að eitthvað svona eins og Lordi eða gamlir sigurvegarar eiga alltaf alla athygli fjölmiðla. Ég er frekar hrædd um að hún Silvía eigi eftir að falla í skuggann af þessum keppendum (þó má aldrei segja aldrei) nema að hún nái að heilla fjölmiðlanna þarna úti uppúr skónum með sinni einstöku framkomu sem henni er einni lagið ?. Já það verður gaman að fylgjast með henni.
Annars mæli ég með að þið kíkið endilega á kynningarþættina sem verða núna næstu laugardagskvöld á RÚV, eða Norrænu spekinganna. Ágætis þættir nema hvað ég var ekkert að nenna mikið að horfa á þetta síðast þar sem login náðu engann veginn til mín, annars var gaman að hlægja að sumum myndböndunum sem og hvað sumir er alltaf með sama hallærislega pakkan ár eftir ár. Hvað finnst ykkur? Gaman líka að sjá Eirík Hauksson brillera í sænskunni ;).

En ég er farinn að hallast að því að Eistar eigi eftir að vinna þetta í ár, veit ekki hvers vegna en lagið þeirra situr fasta á mínum ágætis heila, sem og eitt lag sem ég man ekki var frá hvað landi en það byrjar einhvern vegin svona “ cause I do, I do, I doooo!” Vá þetta er alveg LÍMT FAST, man ekki hvaðan það var en það breytir engu. Allavega er þetta það sem er svo einkennandi fyrir eurovision, að login festast algjörlega á heilanum ekki satt?

Endilega segið svo ykkar álit, og verið dugleg að senda inn efni ?

HVER TEKUR ÞETTA SVO Í ÁR?
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!