Uppfærður listi yfir lög/flytjendur sem eru á leið til Aþenu Jæja þá eru flest öll löndin að verða búin að velja sína fulltrúa í keppnina í vor. Reyndar eru þau nokkur sem eru ekki búin að velja en það kemur.

Það sem er gaman við keppnina í ár er að það er mikið af sama fólkinu að koma aftur og keppa til leiks, sem dæmi má nefna: hina sænsku Carolu, Ich Troje sem fer fyrir Pólland, Sandra Oxenryd sem keppir fyrir Eistland o.fl. Það er skemmtilegt að mínu mati að sjá þessa keppendur á ný, aðalega vegna þess að það er svo gaman að sjá hvað fólk hefur breyst í útliti og vonum að það sé líka bara orðið enn betra í söngnum :).

En allavega þá datt mér bara svona setja inn nýjan og uppfærðan lista fyrir þá sem hafa áhuga. Þess má geta að þar sem að spurningamerki eru merkir að ekki er enn búið að ákveða heiti lags. Svo er bara um að gera að horfa á keppnina í maí og hvetja okkar keppenda til dáða, hana Silvíu en ég var að heyra að lagið yrði flutt á ensku.. svo veður myndbandi frumflutt um miðjan apríl. Gaman af því :).

En hér er listinn…

Undankeppnin:

1. Albanía - Luiz Ejlli- Zjarr e ftohte
2. Andorra - Jennifer - Sense tu
3. Armenía -Andre -Without your love
4. Hvíta-Rússland - Polina Smolova -Mama
5. Belgía - Kate Ryan -Je t'adore
6. Bosnæi a & Hersegovinía - Hari Varešanovic - Lejla
7. Búlgaría- Mariana Popova -Let me cry
8. Króatía - Severina - Moja štikla
9. Kýpur - Annette Artani - Why angels cry
10. Eistland - Sandra Oxenryd -Through my window
11. Finnland - Lordi - Hard rock hallelujah
12. Makedonía - Elena Risteska - Ninanajna
13. Ísland -Silvía Nótt - Til hamingju ísland
14. ÍrlandI-Brian Kennedy - Every song is a cry for love
15. Litháen - ekki komið
16. Mónakó - Séverine Ferrer -La coco-dance

17. Pólland - Ich Troje - Follow my heart
18. Portúgal - Nonstop - Coisas de nada
19. Rússland - Dima Bilan -?
20. Slóvenía - Anžej Dežan -Plan B.
21. Svíþjóð - Carola - Evighet
22. Holland - Treble - Amambanda
23. Tyrkkland - Sibel Tüzün ?
24. Úkraína - ekki komið

Svo eru það löndin sem er örugg í aðalkeppnina:

1. Danmörk - Sidsel Ben Semmane - Twist of love
2. Frakkland - ekki komið
3. Þýskaland - Texas Lightning - No, no, never
4. Grikkland - Anna Vissi - ?
5. Ísrael - ekki komið
6. Lettland - Cosmos - I hear your heart
7. Malta - Fabrizio Faniello - I do
8.. Noregur - Christine Guldbrandsen - Alvedansen
10. Rúmenía - Mihai Traistariu -Tornero
11. Serbía og Svartfjallaland - ekki komið
12. Spánn - Las Ketchup - Bloody Mary
13. Sviss - Six4One - If we all give a little
14. Bretland - Daz Sampson -Teenage life

Endilega verið svo dugleg að skrifa greinar og senda inn efni :)

Myndin er svo af Silvíu og hennar ástkæru vinum, þegar þau voru að vinna við upptökur á myndbandiu, en myndina tók Brynjar Gauti fyrir mbl.is
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!