Í Sviss árið 1956 var í fyrsta skipti í sögunni haldin söngvakeppni undir nafninu Eurovision. Tilgangur þessarar keppni var fyrir það fyrsta að sameina fólkið í Evrópu og átti þessi sama keppni að vera fyrst og fremst að vera keppni á vinsamlegu nótunum og að veita fólki gleði og ánægju.

Ár hvert sest öll íslenska þjóðin fyrir framan tækin til þess að horfa á þessa sömu keppni. Hvers vegna skildi það nú vera? Jú, þetta er það sem skemmtir þjóðinni. Eurovision hefur verið eitt það helsta sem sameinar þjóðina og skemmtir henni um leið, það er eimitt það sem tilgangur þessarar keppni var frá upphafi þ.e. að sameina og skemmta.

Mikil ánægja var þegar RÚV gaf það út að undankeppni yrði haldin heima og ruku margir snjallir lagasmiðir til og sömdu lög og höfum við nú fengið að sjá og heyra afraksturinn af því og skemmtu sér margir yfir misgóðum atriðum sem og lögum (einmitt markmiðið).


Hins vegar kom upp óvænt atvik sem kom sumu fólki til að kveina. Eitt laganna lak út á netið og fara ýmsar sögur af því hvernig það gerðist. Umræður voru uppi að neita laginu að taka þátt í keppninni en á endanum fékk það að vera með. Þið vitið öll hvaða lag ég er að tala um. Já, Silvíu Nótt. Lagið komst upp úr undankeppnini og er ekkert athugavert við það.

Það sem er hins vegar einstaklega forvitnilegt er það að einn þáttakendana í þessari sömu keppni hefur nú sent útvarpsráði kæru vegna þess að RÚV rak ekki lagið úr keppninni vegna þess að lagið lak út á netið. Þessi sami maður vill meina að lagið hafi ekki verið samkeppnisfært við hin login. Er þetta ekki full langt gengið? Þetta er bara eurovision, keppnin sem sameinar og gleður, það er allavega alveg greinilegt að þessi maður veit ekki hvað þessi keppni gegnur út á! Er ekki heldur langt gegnið að vera standa í einhverjum ákærum út af einu lagi? Það er ekki eins og að þetta lag sé eitthvað sigursælla en annað lag. Veit ekki betur en að eftir fyrstu undankeppnina hafi vefupptökur af öllum lögunum í þeirri keppni verið settar inn á netið. Eru þau lög þá ekki líklegri til að vinna en Silvía? Fólk er búið að hafa færi á að hlusta á þau í ca. hálfann mánuð áður en lagið “Til hamingju Ísland” lekur út á netið. Er það ekki ósanngjarnt gagnvart því lagi? Það ætti að vera það, en folk gerir ekki vandamál úr svona löguðu nema einn og einn sem tekur þessari keppni full OF alvara.

En það er allavega mitt álit að hvort sem lagið hennar Silvíu hefði farið á netið eða ekki hefði það komist áfram og það vita það allir, þú líka og líka þessi maður! Er ekki bara hræðsla í honum að Silvía sé búin að vinna? Held það bara og það ætti alveg að vera hægt að sigra hana, það þyrfti bara að vera gott lag. Allt er hægt, en þessi maður er bara búinn að viðurkenna fyrir okkur og öllum hinum að öll login í keppninni eru einfaldlega ekki nógu sterk til að sigra hana Silvíu Nótt!
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!