Já, ég vildi bara aðeins skjóta hér inn orðum eftir að hafa lesið um það í Fréttablaðinu að það stæði til að fá einhverja fræga aðila til þessa að koma fram á ústlitakvöldinu í Eurovision hér á Íslandi þann 18. feb. n.k. Uppi eru sögur um að fá Olesen bræður hingað eða aðrar stjörnur frá Norðurlöndunum (kannski glansgalla-gegnið WigWam…). Mér finnst þetta vera mjög gott framtak hjá RUV að halda svona stóra keppni í ár og sniðugt að hafa mörg kvöld :) Sviðsmyndin var mjög flott bara nokkuð Eurovisionleg og eiga þeir skilið hól fyrir það, hefur nefnilega mjög oft mistekist með sviðsmyndir þegar eitthvað stórt og mikið stendur til.
Síðasta laugardagskvöld var alveg ágætt, sviðið og allt það var mjög flott, hljóð og mynd.. en það versta var að lögin voru svona lala.. kynnarnir voru líka alveg allt í lagi, en konan þarna fór eitthvað rosalega í tauganar á mér, veit ekki af hverju en svona er ég bara :)
En allavega vona ég að lögin verði betri næstu kvöld og er ég orðin nokkuð spennt að sjá hverjir fara út.. en þú/þið?
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!