Jahámm. Ef Ísland vinnur loksins einhverntímann í þessari keppni, ætli margir yrðu þá ekki fegnir?
Gleðióp myndu heyrast um allt landið, en þau myndu ekki standa lengi.
Hvers vegna ekki?, spyrja eflaust sumir. Er það ekki búinn að vera langþráðasti draumur íslensku þjóðarinnar að vinna þetta í 20 ár?
Árið 1986, þegar við tókum fyrst þátt, höfðum við áhyggjur af því hvar við ættum að halda keppnina.
Síðan höfum við alltaf verið sigurviss, og vitað fyrir víst að við myndum vinna.
Við erum egó dauðans, þannig er það nú bara.
En ef vonir okkar yrðu að veruleika, við myndum í alvöru vinna?
Fyrst skulum við líta á kostina við það:
Númer 1, 2 og 3 góð landkynning, en eru í rauninni fleiri stórir og arðbærir kostir?
Lítum nú aðeins á gallana:
Í fyrsta lagi, Íslendingar höfðu aldrei pláss fyrir keppnina þegar við höfðum eingungis Laugardalshöllina, reyndar hefur bæst úr því með tilkomu Egilshallar, en er hún í rauninni nógu og stór fyrir svona keppni?
Í öðru lagi, fyrst RÚV hefur ekki efni á að halda íslenska forkeppni, hvernig í ósköpunum eiga þeir að halda sjálfa keppnina? Fyrir hvaða peninga. Afnotagjöldin myndu líklegast hækka, sem myndi skila sér í óánægju landans. Nógu og há eru þau nú þegar! (Reyndar borga ég þau ekki, en fólki finnst það almennt).
Væri það í alvöru arðbært fyrir íslensku þjóðina að halda keppnina?
Endilega kommentið og segið ykkar skoðun.
(vona að þetta verði samþykkt sem grein)