Eftir úrslitakeppnina í gær þá er það alveg augljóst að Eurovision er glatað prump.
Eflaust voruð þið ekki ánægð með það þegar ég sagði að við Íslendingar ættum að víkja úr þessu keppni á Nöldrinu á huga.
Málið er að sjónvarpið á Íslandi er svo fátæk stöð að það hefur ekki efni á betri dagskrá yfirleitt. Það þarf alltaf að spara fyrir svona lagað.
En allt í lagi sendum þá einhvern auman og lélegan söngvarahirðfífl þjóðarinnar næst með ódýrari klæðnað og fyrirhöfn enda skiptir engu máli lengur hvort lagið er gott eða lélegt, söngvarinn rammfalskur eða mög þekktur sem hefur sungið mörg lög sem hafa verið á topplista víða í Evrópu.
Höldum bara áfram að keppa í þessu svo við getum haldið árlega Eurovision Partý veiiii.
Ég labbaði reyndar framhjá mörgum húsum þar sem eurovision partý var í gangi og það mátti víða heyra lög eins og gleðibankinn og Nína og svo hin gömlu lög sem þóttu skila sínu. Nú er nýjustu lögin svo glötuð að það vilja flestir gleyma því.
Yfir í annað.
Úrslitin í Eurovistion voru hneyksli enda mikil samsæri þarna í gangi. Allir (líka Íslendingar) greiddu 12 stigin til helstu nágrannalöndin sín. Þetta var bara alls enginn keppni. Þetta var bara vinakeppni. Allir gáfur sínum vinaþjóðum atkvæði. Það er ekki hægt annað en að hlægja að þessu öllu saman. Ég meina ok höldum áfram að vera sömu asnarnir og tökum þátt aftur og aftur alveg sama þótt að Austur-Evrópa greiði fyrir sín nágrannalönd og Norður-Evrópa greiðir fyrir sín nágrannalönd. En til hvers er verið að keppa í þessu þá annars? Svar: Þetta er jú fyrst og fremst skemtun sem engin ætti að taka alvarlega.
En samt þetta er allt of mikil sóun á peningum ef þetta á að ganga svona endalaust. Ég segi burt með þessar andskotans símabullkosningar það eyðileggur bæði keppnina og stemminguna með svona nágrannaatkvæðum. Látum alvöru tónlistargúrua um að velja lögin fyrir okkur næst eins og það var í gamla daga. Þá var þetta alvöru keppni.
Heyrst hefur að Markús Örn sjónvarpstjóri ætlar að vera með undanúrslitakeppni næst svo þjóðin fá að velja með símakosningu ..úff ég hlakka svo til…not. Ég meina hver er munurinn á því að sjónvarpið velji sinn uppáhalds tónlistamann til að keppa alveg sama þótt lagið er glatað eða gott lag.
Það skiptir engu máli núna enda er þetta alger tímasóun og peningabruðl.
Hvernig finnst ykkur annars um Gríska lagið?