Ferlega er maður svekktur yfir þessu enn eina ferðina. Selma og stöllur gerðu þetta með stæl þarna í Kænugarði en allt kom fyrir ekki. Ég gat ekki merkt nein misstök hjá þeim á sviðinu. Það má vel vera að falskur tónn eða feilspor hafi átt sér stað eða þá að klæðnaðurinn hafi ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Selma var a.m.k. ekki með hettuna á hausnum.
Moldavía, Ísrael, Noregur, Ungverjaland og Danmörk voru allar með fín lög.
En Rúmenía, Makedónía, Króatía, Sviss (kunna ekki á gítar) og Lettland voru ferlega slappar.
Ég held að Ísland eigi ekkert erindi á meðal þessara 40-60 þjóða. Þetta er bara kostnaður fyrir RUV, Ríkið og svo okkur hin sem köstum atkvæðum okkar á glæ í vonlausri ósanngjarnri símakostningu.
Talandi um klíkuskap, Litháen, Hvíta-Rússland og Eistland komust ekki áfram. Lettar unnu semsagt á einhverju friðarboðskap.
Slóvenía er líka á Balkanskaganum (ásamt Rúmeníu, Makedóníu, Króatíu), þeir komust ekki áfram. Kannski að þeir hafi verið í 11 sæti í undankeppninni ;-)
Það verður semsagt gaman að sjá hver niðurröðunin var í þessum kostningum.
ÁFRAM NOREGUR, LIFI GLYSROKK = WIG-WAM