Jæja nú ætla ég að tala um Eurovision og kannski leiðrétta smá vitleysing og bull um keppnina!!
Ég vil taka það frama að keppnin heitir Eurovision ekki Júgóvision. Júgóvision nafnið var búið til af tapsárum Íslendingum sem gátu ekki sætt sig við það að Ruslana var með: Flottasta lagið, Flottasta prógrammið, Flottasta klæðnað, Flottustu dansa og síðast en ekki síst þá var hún búin að skipuleggja keppnina gríðarlega og heimsótti til dæmis lönd í Evrópu.
Hún hefur kannski ekki fengið gríðarlega mikið af atkvæðum útá heimsóknirnar en allt hitt hefur hún fengið slatta af atkvæðum.
Nafnið Júgóvision er ekki tæknilega rétt, af hverju??
Það er kannski útaf því að Júgóvision er tilvitnun í nafnið Júgóslavía sem var Bosnía Herzegóvína, Serbía og Svartfjallaland, Makedónía, Albanía og Króatía.
Akkuru er þá búið til nafnið Júgóvision þegar Úkraína vinnur. Úkraína var partur af Sovétríkjunum!!
En OK Serbía var í öðru og Albanía, Króatía og Makedóníu og Bosníu gekk líka vel en þá ætla ég að koma með rök fyrir því.
ÍSLAND gaf Úkraínu 12 stig…..Við Ísland muniði íslendingar gáfum Úkraínumönnum Ruslönu 12 stig.
Og síðan eruði bara að grenja yfir að þessi Austur-Evrópulönd eru að vinna og síðan kjósum við þau sjálf!!
Og eitt en!
Fólk sem kemur inná Eurovision áhugamálið og segir:
Eurovision er ömurlegt!!
Eurovision á ekki að vera til!!
Eurovision er fyrir homma!!
Eurovision Sökkar!!
Halló eru þeir að reyna að vera eitthvað Svalir!!
Ég er karlkyns og ég laðast að stelpum er það ekki sem skilgreinir samkynhneigða og gagnkynhneigða!!
Það er ekki söngvarkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem greinir hvort karlmenn séu samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir
Síðan er það líka að fólk er ekki allt eins það fíla ekki allir Rokk, R&B, Óperur og Kántrí. Sumir fíla bara Popp og það er aðaltónlist Eurovision þó að Rokk sé að koma sterkt inn.
Fólk hefur mismunandi tónlistarsmekk og t.d. Rokkarar sem koma inná þetta áhugamál og blóta Eurovision og segja hvað það sé ógeðslegt og það sé bara píkupopp!!
Akkuru þá að horfa á Eurovision akkuru þá að fylgjast með því, akkuru fylgjast þeir þá bara ekki með músíktilraunum!!
Saga Eurovision er frekar löng.
Frá 1954-1970 þá má sjá greinilega að lönd frá mið og suður Evrópu eru sigursælust.
Síðan frá 1971-2003 þá eru lönd frá mið, vestur og norður Evrópu sigursælust.
Ég meina var þá fólk t.d. frá A-Evrópu ekki pirrað á því að t.d. Írland, Frakkland eða Svíþjóð voru alltaf að vinna ég meina Írland vann 7 sinnum og síðan kemur Úkraína og Tyrkland og vinna og þá verður vestur Evrópa alveg brjáluð.
Eitt enn: Lagið í ár er þrusugott og keppnin ætti að vera rosalega skemmtileg. Neikvætt fólk eins og ein stelpa í DV um daginn þau mega bara þagga niðrí sér og leyfa okkur hinum jákvæða fólkinu að fylgjast með og hafa gaman af!
En þetta var bara nokkur orð sem mig langaði að koma á framfæri!!
kv. gramann1