Hæ!
Þá er undankeppnin búin í Svíþjóð og það voru mörg lög sem að voru ótrúlega flott í þessu. Víst ég bý nú í henni Málmey þá horfði ég á þetta og hafði gaman af því.
Það voru semsagt öll lögin sem kepptu til að syngja fyrir Svíþjóð voru mjög flott nema eitthvað lag sem að einhver hommi söng (ekki að ég hafi eitthvað á móti hommum, bara lélegt lag og lélega sungið).
En það voru aðalega 4 lög sem að voru í toppbaráttunni. Fyrst var það lag sem að ein kona söng með flottum bakgrunni (eldur og stuff). Þetta lag lenti í 4 sæti.
Í þriðja sæti kom svo lag sem að hét Tango Tango og var með dans og svona ekta “dans” lag.
Það voru margir (kanski sérstaklega ungt fólk) sem að vildi að lagið sem að lenti í 2 sæti mundi vinna. Þetta lag sungu 2 karlmenn sem að klæddu sig eins og konur, lagið hét “La dolce vita” og var herma eftir lettlenska laginu sem vann árið 2002 ef mér skjátlast ekki.
Lagið sem að vann, vann eflaust ekki bara útaf því að þetta er svolítið “catchie” lag og heldur ekki bara útaf því að það er flott heldur líka útaf því að þetta er ein (falleg) kona sem að syngur þetta og er svona soldið mikið að dingla sér á sviðinu sem kætir marga.
Þetta er semsagt mjög gott lag sem að ég held að eigi góða möguleika og einu sinni í langann tíma er Svíþjóð ekki með ABBA hermu-lag.
Víst að það er alltaf það sama á þessu áhugamáli þá ákvað ég að segja ykkur frá sænska laginu.
Kv. StingerS