Ég verð nú að segja það að ég hef ekki mjög mikið álit á
álit á Eurovision, en þjóðarstoltsins vegna hef ég ekki getað staðist það að horfa á það til að sjá hvernig okkur gengi.
En ég er búinn að heyra þetta svokallaða “Heaven”.
Þar sem það eru svona um 2000 lög sem heita þessu frumlega nafni þá vil ég benda á að ég er að tala um framleg okkar okkar til Eurovision 2004.
Og þegar ég heyrði lagið fyrst hjá hinum síkáta Gísla Marteini vissi ég ekki hvað ég ætti að gera, hlæja, gráta, æla, eða kannski bara allt í einu. Fljótlega þoldi ég ekki meira forðaði mér sem lengst frá sjónvarpinu og hélt áfram að sóa lífi mínu fyrir framan tölvuskjáinn. Sko málið er það að þetta er ekki lélégt lag, ég er bara búinn að heyra það svona miljón sinnum áður.
“I still miss you…Blablabla”.
Kannast einhver við lagið “Come what may”?
Það var í Moulin Rouge og það er alveg fáránlegt hvað þessi tvö lög eru lík. Ég prófaði að spila bæði lögin á sama tíma og þetta er næstum því sama helvítis lagið.
Ég er ekki að segja að þetta sé stolið, en þessi tvö lög eru einfaldlega allt of lík. Ég vona að við töpum. Ég vona að við lendum í neðsta sæti því þetta lag á ekki betra skilið!
Við fengum síðasta tækifæri okkar til að lífga upp á þessa keppni með því að senda Leðjuna til Lettlands en þegar gelgjur landsins sameinast eru þær óstöðvandi eyðingarmáttur. Mun slakara, “týbískt Eurovisionlag” sem líka var á mörkunum við að vera stolið var sent og svo fór sem fór.
Bless, skömmin yfir því að vera Íslendingur verður of mikil þegar Eurovision er afstaðið, ég er fluttur til Mongólíu.