Mig langar til að benda fólki á svolítið sem að virðist fara oft framhjá íslendingum…

Júróvísjón/evrovísjón/eurovision heitir á ensku Eurovision SONG contest! Það er þýtt sem SÖNGVAkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en íslenska þjóðin virðist oft líta á þetta sem SÖNGVARAkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Það kom greinilega í ljós í fyrra þegar að fólk var alltaf að tala um hvað Birgitta væri æðisleg og flott, en enginn talaði um lagið sem hún söng… sem var að mínu mati ömurlega þunnt lag.

Þetta er LAGAKEPPNI, ekki SÖNGVARAKEPPNI!

Núna í ár eru allir að tala um Jónsa en enginn talar um lagið sem að hann á að syngja, enda er það vel skiljanlegt vegna þess að enginn hefur heyrt lagið… en sjiii… “HEAVEN”!?? Er hægt að finna ófrumlegra og ofnotaðara nafn á lag?
Hvernig væri að reyna að sýna smá frumleika hérna? Ísland er nú þekkt fyrir frumleika og sérstöðu en svo komum við með eitthvað ófrumlegt drasl í júróvísjón!
Þetta er einfaldlega fáránlegt og til háborinnar skammar. Ætlum við íslendingar virkilega að láta þessa heimsku viðgangast?

Takk fyrir mig-
Ibex.