Nú finnst mér komið nóg á þessu dauða áhugamáli mínu, af skítkasti í garð Birgittu. Ég er enginn aðdáandi hennar, en mér finnst hún alls ekki slæmur poppari. Hún syngur ekki illa (þó að ég geti ekki sagt að hún syngi frábærlega, syngur hún alveg ágætlega) og þó að ég hlusti ekki á þá tegund tónlistar sem hún syngur, þá á sú tónlist alveg fyllilega rétt á sér!
Birgitta fór í keppnina, hún stóð sig vel og komst í 9. sæti. Ég er ánægð með frammistöðuna og þið hin ættuð nú bara að vera það líka.
Nú eru hins vegar margir sem standa á þeirri meiningu að ef að Botnleðja hefði verið send til Lettlands hefðum við alveg örugglega unnið. Nú, Leðjan vann ekki forkeppnina og kenna flestir 8 - 15 ára stelpum, vopnuðum gsm símum þar sem pabbi borgar reikninginn, þar um. Nú ég get ekki séð annað en að akkúrat þessar sömu stelpur hefðu kosið í aðalkeppninni, þannig að hvernig í ósköpunum hefði Botnleðju átt að ganga betur en Birgittu í Lettlandi?
Lagði sem Botnleðja sendi inn var grípandi og hresst, en hér er langt frá því að um einhverja stórkostlega tónsmíð sé að ræða. Fleiri lönd sendu eitthvað svipað inn í ár, og ég myndi segja að Botnleðja hefði verið eitthvað svipuð og blanda af framlagi Austurríkis (Alf Poer, með mömmu sína í bakgrunninum) og Eistlandi (Hljómsveitin Ruffus með the Eighties commin back. Austurríki var í 6 sæti, sem að mínu mati var of hátt, það var eingöngu gert út á einhvern magnaðan frumleika… lagið var sum sé ömurlegt, en Eistland var í 21. sæti.
Ja, segjum sem svo að Botnleðja hefði farið út, hefði hún varla lent ofar en 15. sæti. Kannski ofar hefðu þeir mætt í beljubúningunum.
Nú, ég hef ekki hugmynd af hverju ég er að senda inn grein um svona dautt málefni. Reyndar fékk ég innblásturinn í grein sem ég sendi á kork rétt áðan. Þar stendur höfundur á þeirri skoðun að við hefðum unnið ef að við hefðu sent Leðjuna. Ég var bara svo ósammála því að ég varð að skrifa eitthvað.
Ég vil einnig taka það fram að ég hef ekkert á móti Botnleðju. Þeir eru ágætis hljómsveit, og þetta var frábært auglýsingatrikk hjá þeim að taka þátt í Júróvísjón.
Með kærri kveðju, Inga admin á Eurovision