Um daginn (fyrir svona þremur og hálfum mánuði) horfði ég á Eurovision ‘85 keppnina! Þar sem ensku kennarinn minn er hafsjór fróðleiks í sambandi við Eurovision skemmti ég mér alveg konunglega við að hlusta á hana segja jafn óðum frá. Hún hafði á árum áður lent í að passa aldraða ömmu sína yfir heilt sumar, og vildi svo til að þessi amma einfaldlega dírkaði kynnir þessarar keppni ’85! Þannig að öllum kvöldum eyddi hún í að horfa á Eurovision með ömmu sinni og kunni þess vegna öll smáatriði keppninnar!
Það var alveg stórbrotin ánægja þega Franski keppandinn fór að syngja, hún vissi nákvæmlega hvenær hann myndi blikka auganu og hvenær hann byrjaði að sleikja út um…… sama sagan var með Tyrkneska lagið, þegar míkafóninn losnaði hjá einni bakraddarsöngkonunni og var flaksandi út um allt….. þá hætti Tyrknenska lagið að vera falskt!
Mér hefur alltaf fundist þessi ákveðni kennari furðulegur en þegar hún fór að syngja með flestum lögum á allkyns tungumálum, þá var ég orðlaus…. sjá hana fíla sig með finnska laginu og dansa með Nossurunum í “Lad de svinge”…… hrein snilld!
Svo þekkti hún allar kjaftasögurnar sem komu eftir keppnina…. um Danska krakkan sem fékk áfall og svoleiðis….
Ég mæli með að allir taki sig til og horfi á keppnina '85…… Yndisleg skemmtun…..