Af hverju..................??? Í tónmenntartíma um daginn fórum við að tala um Eurovision. Við horfðum á keppnina og tókum eftir því að nánast öll lögin voru sérsmíðuð í “Eurovision-formi”. Þá er lag….lag og síðan viðlagið sungið svona 50 sinnum í laginu. Tónlistarkennaranum fannst að við hefðum frekar átt að senda Botnleðju af þeirri einföldu ástæðu að þeir komu með lag sem var í þeirra formi….ekki einhverju sérstöku Eurovision-formi. Ég hef ekkert á móti Open your heart eða Birgittu en það hefði verið flott hefðu þau bara farið með þennan Írafárs-stíl með sér. Eða eitthvað í líkingu við það.
Þú getur séð það ef þú horfir á keppnina þá sérðu að lög eins og Írland, Spánn, Kýpur, Svíþjóð, Holland og Malta voru varla neitt viðlag og síðan þvílík upphækkun í lokin. Afhverju taka hljómsveitir og annað fólk ekki bara eins og Belgana sem lentu í öðru sæti með stórfurðulegt lag á bulltungumáli ekki sér bara til fyrirmyndar.
Ég hvet ykkur til þess að í næstu undankeppniað kjósa það lag sem þér finnst gott en ekki bara líklegt til þess að komast langt…..

Kv.
Heiðrún