Tapsárir!!! Ég ákvað með þessari grein að fara aðeins aftur í tímann þegar við sáum Breta fá núll stig í Eurovision. Mér fannst þetta mjög steikt lag, enda er Eurovision næstum dautt fyrir mér, vegna skorts á frumlegum lögum.

Þessi keppni var hinsvegar frekar athyglisverð. Fyrir það fyrsta skulum við byrja á Austurríkismanninum Alf Poier. Hann lenti minnir mig í sjötta sæti með barnalagið sitt (síðan voru nokkur flott metalriff í gangi inn á milli). Mér fannst þetta vera hin fullkomna gagnrýni á Eurovision. Með þessu var hann að segja að þjóðir sem keppast um að fylla einhverjar konur af sílíkoni til að þær verði sem fallegastar á sviði, og dansararnir togna á æfingum, eru einfaldlega að gera þetta að tískusýning í staðinn fyrir söngkeppni. Hann komst meðal hæstu tíu þjóða með næstum enga sviðsframkomu, heldur hressandi og öðruvísi lag. Ég hef ekki séð slíka uppreins síðan hjá Páli Óskari á sínum tíma. ;D

En snúum okkur aftur að Bretum. Þessi dúett sem söng uppi á sviði voru rammfölsk, ég held samt að þetta hafi verið tæknivandamál, þá líklegast feedback. En mér fannst viðbrögðin eftir keppnina alveg skammarleg. Rökin þeirra fyrir stigaleysinu sögðu þau að væri einfaldlega útaf því að Bretar væru í stríðinu. Eitthvað eru þessi rök gölluð. Ég veit ekki betur en að Spánverjar væru líka í stríðinu styðjandi Breta, þannig að þar var möguleiki á stigum, ef við fylgjum þeirra aðferð.
Ég sá strax að þetta rifrildi var jafn óþroskað og leikskólakrakkar að rífast um hver fékk flesta perlurnar. Rosalega geta sumir verið tapsárir!!! Þetta er ekki heimsendirinn, þetta er bara ein rotin keppni, og ég er virkilega að meina rotin þar sem ekkert nýtt er að gerast í henni. Mér kemur á óvart að ÉG sé líklegri að taka á málum sem þessum, með meiri þroska en stór hluti þjóðar (Bretar).

Eitt í viðbót í sambandi við þessa keppni. Mér fannst það ekki réttlátt af áhorfendum að púa t.A.t.U stelpurnar í hvert sinn sem þær fengu stig. Þær áttu jafnan rétt til að vera í þessari keppni og allir hinir keppendurnir, og greinilegt að það sem hrjáði áhorfendur var hómófóbía ef eitthvað var. Lagið fannst mér ágætt, soldið öðruvísi en hin popplögin, en fylgdi sömu formúlu.