Írar sýknaðir af svidlásökunum:
,,Írar hafa verið sýknaðir af ásökunum rússneska ríkissjónvarpsins um að hafa svindlað. Írar brugðu á það ráð að láta atkvæði bráðabirgðadómnefndar gilda eftir að símkerfið í landinu gaf sig vegna álags. Atkvæði dómnefndarinnar voru ekki rússnenska lesbíudúettinum t.A.T.u. í hag.
Vegna þess hversu mjótt var á mununum í endann hélt rússneska ríkissjónvarpið því fram að stúlkurnar hefðu unnið ef atkvæði almennings hefðu komist í gegn í tæka tíð. Starfsmenn stöðvarinnar gerðu mikið mál úr þessu og hvöttu til fjöldamótmæla.
Eins og allir muna var keppnin í ár óvenju spennandi og mörðu Tyrkir rétt svo sigur sem ekki varð ljós fyrr en síðasta hafði opinberað stig sín. Tyrkir unnu með 167 stigum en í öðru sæti urðu Belgar, aðeins tvemur stigum á eftir. T.A.T.u. stúlkurnar höfnuðu í þriðja sæti.
Framkvæmdarstjórn keppninar tók málið í rannsókn og útskurðaði að Írar hefðu brugðist rétt við og sakvæmt reglum keppninar.”
Persónulega fannst mér Rússnenska lagið ömurlegt.
Heimildir: Fréttablaðið bls 28
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25