Eurovision skandall Evróvision Skandall!
-Margir óánægðir með val ,,fólksins”

Háværar raddir mótmæla hafa heyrst undanfarna daga og vikur, en margir eru óánægðir með val fólksins í undankeppninni og benda á marga ókosti við núverandi kerfi við val á lögunum. Þegar minnst er á skandal benda flestir á hvað það sé sorglegt að lag sem var greinilega ekki besta lagið hafi verið valið einungis út á vinsældir söngkonunnar sem söng það.
Forkeppnin hér á Íslandi fyrir evróvision keppnina fór fram þann 15. febrúar sl. Mörg mjög góð lög kepptu um réttinn til þess að keppa fyrir Íslands hönd í Lettlandi en eins og við öll vitum kemst aðeins eitt lag út. Þrátt fyrir að mörg frábær lög hafi keppt var það lagið Segðu mér allt sem sungið er af Birgittu Haukdal, söngkonu Írafárs, sem vann keppnina með miklum yfirburðum í símakosningu. Í öðru sæti varð lagið Euro Visa sem hljómsveitin Botnleðja flutti.
En það er ekki nóg með að lag sem var í raun ekki það besta hafi unnið heldur virðist sem að höfundur Segðu mér allt, Hallgrímur Óskarsson, hafi viljandi eða óviljandi stolið laginu ,,Right here waiting” með Richard Marx. Eins og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður sagði:,,Lagið er alveg ágætt en mér finnst það aðeins of líkt lagi sem heitir Right Here Waiting með Richard Marx”.
Þar sem lagið er augljóslega keimlíkt lagi Richard Marx er fráleitt að ætla að senda það í keppnina úti og finnst mörgum að sjálfsagt væri að senda lagið sem í öðru sæti varð. Eitthvað virðast forsvarsmenn keppninnar þó vera hikandi og virðast þeir vilja að hinn frakki höfundur lagsins fái bara að breyta laginu, þrátt fyrir þetta er sennilega flestum að ef eitthvert annað lag eftir virtari höfund hefði orðið í öðru sæti hefði það án efa verið sent.
Mörgum finnst reyndar margt vera undarlegt við þessa þrá í forsvarsmönnum íslensku undankeppninnar og ýtir það undir þann grun sem margir hafa, um að úrslitin hafi verið fyrirfram ákveðin. Atkvæðafjöldinn sem lagið fékk þykir af mörgum undarlega mikill en heyrst hefur að fólk hafi reynt mikið að hringja í númerið sem var ætlað þeim sem vildu kjósa lagið ,,Euro Vísa” með Botnleðju hafi ekki náð inn og því hafi lagið fengið öll þau atkvæði sem mögulegt hafi verið að fá fyrir þann tíma sem gefinn var og samt aðeins fengið um 10000 atkvæði á meðan Segðu mér allt fékk yfir 21000 atkvæði; hvernig var það þá hægt? Var því númeri kannski úthlutað fleiri línur? Þess má geta að til að geta fengið öll þau atkvæði sem það fékk verður það því að hafa fengið 10000 atkvæði fyrir keppnina um kvöldið en símakosningin hófst kl. 14.00 og verður það að teljast hæpið þar sem fáir vissu að kosningin væri hafin og enn færri vissu hvert númer laganna var fyrir sjónvarpskeppnina. Þá hafa þessar óánægjuraddir spurt sig hvort að símakosningin hafi verið látin byrja kl 14.00 til að sýna hvaðan þessi a.m.k. 10.000 atkvæði hafi komið. ,,Það að leyfa hverjum sem er að kjósa í þessari kosningu er líka bara skandall en það liggur í augum uppi að flestir þeirra sem kusu voru einhverjar smápíkur undir 15 ára aldri og kusu þetta lag einungis vegna vinsælda Birgittu Haukdalog því gæti hver sem er tekið lag eins og Atti Katti Nóa og hraðað því og fengið frægan söngvara til að syngja lagið, hókus pókus, eitt stykki Evróvisionlag.” Sagði einn svekktur Evróvision aðdáandi vefsíðunni Huga.is Druzlababe
Some past just can not be forgotten…