Eurovision
Ég byrjaði að vera mög mikill eurovision aðdáandi árið 1999 þegar Selma tók þátt með lagið sitt fræga “All out of luck” þannig að ég er ekki mjög gamall aðdáandi en samt mjög mikill og hef horft á þessar keppnir ég veit ekki hvað oft. Samt hefur mér aldrei fundist lagið neitt geðveikt gott.
Þar áður hafði ég svona rétt horft á keppnina fylgdist ekkert mjög vel með. En Keppnin 1999 heillaði mig einhvernveginn svo mikið að ég horfði á hana aftur og aftur. Ég kann öll lögin svona nokkurnveginn. Svo hinar keppnirnar sem hafa verið á eftir henni 2000, 2001, 2002, og nú þetta ár hafa verið alveg jafn góðar þó að Íslandi hafi ekkert gengið mjög vel 2001 með legið okkar “Angel” og lennt í síðasta sæti og 2002 tókum við ekki þátt vegna lélegs árangurs.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Eurovision er ekki hvernig úrslitin fari þó að það sé auðvitað mjög spennadi og allt það heldur hvernig hvert land keppir og reynir sitt besta. Allir hafa jafnan kosnigarétt þó að við séum aðeins með tæplega 300.000 íbúa á meðan önnur lönd eru með nokkrar milljóni íbúa.
Mér finnst ekki skipta öllu máli hver vinnur heldur að vera og reyna að fá þáttökurétt fyrir næsta ár því eins og ég var að segja snýst þetta aðalega um að vera með . Stemmningin er bara frábær og Eurovision rokkar feitast eða það er allavega mín skoðun. Ég get ekki beðið eftir næstu keppni og hlakka mikið til en á meðan ég býð horfi ég bara á keppnina þetta árið nokkrum sinnum í viðbót.