Smá um Eurovision
Fyrsta Eurovision keppnin var haldin í Sviss árið 1956 og tóku þá 7 lönd þátt.
Allt til ársins 1973 var skylda að syngja á sínu eigin tungumáli en það ár var reglunum breytt þannig að þjóðirnar gátu valið um tungumál. Þessum reglum var svo breytt árið 1977 þannig að þáttakendur þurftu að syngja aftur á eigin tungumálum.
En svo var reglunum aftur breytt og löndin fengu að ráða á hvaða tungumáli þau sungu árið 1999 eða sama ár og Selma tók þátt fyrir Íslands hönd og lenti þá í öðru sæti eins og flestir muna eftir en það er besti árangur Íslands í Eurovision.
Árið 1989 voru settar þær reglur að 16 ára aldurstakmark var sett á söngvarana og aðeins máttu vera 6 manns á sama tíma á sviðinu.
Ísland tók first þátt í Eurovision árið 1986 með lagið Gleðibankann sem allir ættu að þekkja og lenti það lag í 16. sæti. Gegnum árin hefur Ísland sent inn 16 lög í keppnina og finnst mér eitt standa upp úr, það er lagið Nína sem Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson sungu árið 1991 á Ítalíu.
Það land sem hefur notið mestrar velgengni í Eurovision er Írland en Írland hefur unnið 7 sinnum en síðan löndin fengu að velja tungumál hefur Írlandi ekki gengið svo vel og ekki verið meðal 5 efstu þjóða.