1.Alf Poier með sitt frábæra grínfrumleikarokk lag sem er akkúrat það sem þessa keppni vantaði.Hann flutti sitt lag frábærlega og mamma hanns í rauða kjólnum var að fíla sig í tætlur.
Ekki skrítið að Íslendingar gáfu Austurríki 10 stig.
2.T.A.T.U kom næst með flott og hratt lag þar sem raddir þeirra beggja fengu að njóta sín.Vel útfært lag og akkurat í TATU stíl og held ég að þær geti bara verið sáttar með 3 sætið.
Stigin sem þær fengu eru ekki bara út af frægð því að í mörgum þessum löndum sem TATU fékk mörg stig eru þær alls ekkert frægar.
3.Belgía með mjög svona þjóðlegt,,,en samt ekki því að svona hljómar þjóðlagatónlist Belgíu ekki.Flott teknó lag með ábyggilega bestu söngkonu í keppnini og skemmtilega blanda af teknó,sekkjapípum og flautu.
4.Rúmenía,Nadia var flott í mótorhjólagallanum og ekki spillti frábærir dansarar og flott sviðsframkoma.
Hratt lag,góð söngkona og góðir dansarar skiluðu rúmenum í 6 eða 7 sæti held ég.Töffaðasta lagið í keppnini
5.Írar voru með mjög góðan söngvara og flott lag,,jájá Olsen brothers eftirherma en samt skemmtilegt lag.
Gaurinn hefur ábyggilega fengið nokkur stig út á þennan geðveika gítar :)og kannski bartana.
Þessi keppni var að mínu mati skemmtileg þótt að næstum öll lögin hafi verið fáranlega lík og er þessi keppni að breytast í of mikið píkipopp en þarna eru virkilega skemmtileg lög á milli og vill ég benda fólki á myndbandið hjá Rúmenum sem er rosalega flott.
Birgitta stóð sig vel og 9 sætið mjög fínt sem þýðir að við meigum vera með á næsta ári.
Tyrkir unnu og það sem spilaði mest inn í sigur tyrkjanna er hvað margir Tyrkir búa í öðrum Evróplöndum og sérstaklega á norðurlöndunum.Dan-sví og noregi.Líka þýskalandi og þar í kring.
En flott lag engu að síður,skora ég á Vefstjóra að loka ekki þessu áhugamáli fljótt heldur að geima það því það kemur önnur Eurovision keppni.
og til hamingju tyrkir og Alf Poier sem mér finnst vera sérstakur sigurvegari þessarar keppni því það trúði enginn hérna á hann nema ég kannski og Logi Bergmann.
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!