Þetta var ef til vill tromp keppnarinnar. Án efa lagið sem kom mest á óvart. Alf Poier er maðurinn á bak við þetta lag og söng það á mjög skemmtilegan hátt. Hljómar fyrst eins og eitthvað þýskt drykkjulag en svo kemur alveg þvílíkt distortion gítar, helbær snilld. Einnig voru bakraddirnar flottar, eitthver gella í brynju og svo mamma hans Alf sem gefur laginu ákveðinn karakter, en án efa það sem var best við þetta lag var pappahljómsveitinn!! Frelsisstyttan með hænuhaus, belja og ég veit ekki hvað og hvað. Svo kom það svo hressilega á óvart, hann samdi bæði lag og textan auk þess sem hann söng það sjálfur. Það fannst mér það flottasta við lagið. Þannig á að gera það, ekki senda eitthverja að syngja lag eitthvers annars það er svo innantómt.
En þeir sem segja að þetta lag hafi bara verið grín og fíflarí. Þeir gleyma einu, er ekki júróvision um að skemmta sér og hlusta á fína mússík, það var ekkert að þessu lagi. Auk þess sem sviðsframkoman hjá honum alf var alveg til fyrirmyndar og eru þau vel að þessum stigum kominn!!!
Egill And!