Jæja, hef verið Eurovision aðdáandi í nokkur ár, get ekki annað sagt en að keppnin í gær hafi verið frábær. :)

Ég var samt frekar óánægð með úrslitin…Okay, sure, Tyrkneska lagið hafði alveg hitt fínasta dansatriði, en lagið SJÁLFT var hræðilegt. Og svo var ég að heyra það í útvarpinu að það væri stolið. :/

Tatu stelpurnar hefðu mátt standa sig betur..þær hljóma mun betur á disk heldur en live, fynnst mér. En það er hugsanlega satt að án frægðarinar hefðu þær ekki náð svona langt. Sætar stelpur, en ekki góðar a sviði.

Austurríska lagið…vá, það hefði átt að vinna fynnst mér. :) Mér fannst það alveg hreint frábært, skar sig út að öllu leiti. Þetta er svona hálfgert Botnleðjulag frá Austurríki. :Þ

Birgitta stóð sig mjög vel fynnst mér, góður árangur hjá okkur.

Breska stelpan…HRÆÐILEGT. Algerlega laglaus, ramfölsk og bara ekki að standa sig. Lyggur við að maður vorkenni henni.

Svona að lokum…frábær keppni, ein sú besta sem ég hef horft á hingað til. :)

ps. Póland stóð sig vel líka!