Einhver ykkar hafið kanski séð þessa tillögu mína á korkunum hérna, en ég ákvað að breyta þessu bara í grein.
Málið er að þó svo að byrjað sé að velja Eurovision lag landsins í janúar þá er hægt að teygja þetta út ennþá meira. Í sumum löndum er meira að segja búið að velja lag, minnir mig, í nóvember.
Alla vega, fyrir þá sem sáu ekki skilaboðin á spjallþráðunum, þá var “hugmyndin” svona:
Það hafa verið sögur á kreiki um að Stöð 2 sé að íhuga að byrja að framleiða þátt með svona “American Idol” stíl, og að Björgvin Halldórsson komi eitthvað að honum, hvort sem það er sem stjórnandi eða dómari. Alla vega, það sem mér datt í hug væri ef RÚV færi í samstarf við Stöð 2 með þennan þátt, og sá söngvari sem ynni mundi flytja lag Íslands í Eurovision. Síðan yrði önnur keppni í kanski svona desember eða janúar fyrir lagahöfunda, þar sem söngvarinn velur, segjum svona… 10 lög sem honum líst vel á, og svo mundi þjóðin velja eitt af þeim lögum.
Það sem ég vil gera, ef EINHVERJUM finnst þetta góð hugmynd, er að opna þá undirskriftarlista, og ef hann gengur vel, senda hann þá bæði til RÚV og Norðurljósa.
So, who's with me?