Ár hinna stolnu laga.
Það mátti heyra á nær öðru hverju lagi einhver stolin áhrif,
írland með fly on the wings of love,
tyrkland með kiss kiss,
króatía með britney spears
frakkland með tori amos
Tatu stálu frá sjálfum sér og íslenski stuldurinn hvarf í skuggann af öllum hinum :)
Þema keppninnar í ár var augljóslega stripp og hóruskapur. Mér fannst yndislegt að Birgitta var ekki niðri á því leveli og mér fannst hún virkilega flott. Tatu komu mér mest á óvart og ég hefði sett þær í annað sætið, lagið var gott (heyrði það í fyrsta skipti í gær), þær sungu ekki vel en söngstíll lagsins var allt annar og erfiðari en í lögum annarra keppenda, þær góluðu allan tímann og birgitta hefði aldrei getað haldið það út, ekki í nokkrar sekundur einu sinni. Þær voru einsog ljúfar litlar rokk gellur sem voru svo siðsamar og sætar í druslufötunum sínum, málið er að þær eru náttúrulega frægar og hegðuðu sér einsog á tónleikum. Ég hef alltaf hatað tónlistina þeirra en mér fannst ánægjulegt að heyra þær syngja þetta kraftmikla lag á rússnesku, þær gerðu þetta af innlifun. Mér fannst svo gott á alla sem eru búnir að vera að rakka þær niður að þær skyldu gera þetta svona, Gísli þurfti að snúa aftur í lýsinguna eftir að hafa haft sig að fífli, þetta slúður í honum um keppendurna var sorglegt. Ég er kannski mesti Tatu aðdáandinn eftir keppnina í gær en málið er að þær báru af, atriðið þeirra og lagið þótt söngurinn í þeim sé ekkert spes. Ég var full af hatri og viðbjóði þegar atriðið þeirra byrjaði en svo sá ég ljósið. Fólkið sem púaði og lagði þær í einelti þegar þær voru að fá stig eru fífl. Þær voru svo krúttlegar og spenntar að fylgjast með stigagjöfinni. Belgía átti skilið að vinna, maður er dáldið miður sín að tyrkland hafi troðið sér uppfyrir í endann. Ég spáði svona (af óskhyggju líka) eftir að hafa horft á öll lögin í keppninni:
1. Rússland
2. Belgía (óskaði því númer 1)
3. Austurríki (grét næstum þegar hann datt af topp 5)
4. Frakkland (ég var eitthvað ein á báti að fíla þetta)
5. Pláss fyrir eitthvað hórurugl á ensku (Tyrkland bara)
Nokkur sem voru skítsæmileg:
6. Noregur (hefði sett hann í 10 sæti persónulega, hann var ekki rass einn með ballöðu, þau pólsku voru með mun betri ballöðu en hann)
7. Pólland (stuðlað að góðum boðskap, hefði viljað sjá númer 5 eða 6)
8. Ísland
9. Eistland
10. Króatía (litla bikíní stelpan, vinkonu minni fannst atriðið hennar sick, ég verð að setja hana hér fyrir það)
Þetta var meira svona óska listi. Ég fann bara 4 lög til að setja í topp 5 og skildi eftir eitt autt pláss en var eiginlega með Tyrkland í því. Mér finnst ég hafa verið ekkert smá sannspá þótt þetta hafi verið meira svona óskalisti. Ég vildi náttúrulega sjá Ísland í 5 efstu en við vorum ekki á því leveli, samt virkilega fín frammistaða hjá Birgittu. Ég bjóst ekki við þessu.
Ef Botnleðja hefði farið þá hefðum við horft uppá slag um 5-6 sæti. En ég er sátt að við höfum eftir allt saman verið inná topp 10. Það er mission accomplished. Þá gaman yfir stigagjöfinni líka.