Geiri85:
Ég er ekki viss að Botnleðja myndi lenda í 5 neðstu sætunum, það eru simakosningar, ekki dómnefnd. Og það er greinilegt að fólkið sem horfir, vill sjá breytingar, tökum sem dæmi Páll Óskar í den. Ef það hefði ekki verið dómnefnd í þeirri Eurovisionkeppni, þá hefði hann lent í 6.sæti samkvæmt símakosningum sem var frekar lítil prósenta af heildarstigagjöf. Hann einfaldlega gerði svo mikla lukku með því að vera öðruvísi, hann bjargaði lífi Eurovision (í bili).
Þetta verður til þess að maður fer að hugsa útí þá möguleika að senda rokkhljómsveit í Eurovision. Botnleðja yrði ekki sú fyrsta, t.d. þá keppti hin rússneska hljómsveit Mumyi Troll árið 1999 (held ég) og vakti þónokkra athygli. Þeir lentu ekki í 5 neðstu sætunum, þeir voru svonna í miðjunni…………………sem þýðir að það eru þónokkrir rokkarar meðal Eurovision áhorfenda.
Síðan er þetta spurning um bara að senda inn eitthvað ferskt. Auðvitað sendir maður ekki einhvern rosalega harðan deathmetal í svona keppni (a.m.k. ekki strax). Enda var EuroVisa mjög poppað lag, þeir sögðu það sjálfir. En bara skref fyrir skref, er hægt að láta Eurovision höfða til miklu, miklu meiri fjölda fólks, og þá verður Eurovision ódauðlegt.