Birgitta Haukdal er flytjandi framlags Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2003. Hún flytur lag Hallgríms Óskarssonar, Open your heart, í Skonto Hall í Riga þann 24. maí og verður fyrst til að stíga á sviðið. Auk þess að flytja lagið samdi hún textann í samvinnu við Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Birgitta fæddist á Húsavík 28. júlí 1979. Þar ólst hún upp og bjó þar til hún varð 18 ára. Söngferillinn hófst fyrst af alvöru þegar hún tók þátt í ABBA-sýningunni sem sló í gegn á Broadway. Árið 1999 gekk Birgitta til liðs við hljómsveitina Írafár. Hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda og átt hvern smellinn á fætur öðrum. Haustið 2002 kom út platan Allt sem ég sé og varð hún metsöluplata um jólin.
Birgittu og Írafári hefur gengið mjög vel að undanförnu. Hljómsveitin var tilefnd til hlustendaverðlauna FM957 í 8 flokkum og hlaut verðlaun í 7 flokkum. Þar á meðal var Birgitta valin söngkona ársins 2002 og kynþokkafyllsti popparinn. Að auki var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta söngkona ársins 2002.
Birgitta er án efa ein allra vinsælasta söngkona landsins. Nú er hún komin í hóp Eurovision-fara og mun hún vafalaust standa sig með prýði í Lettlandi í lok maí þegar Ísland tekur þátt í keppninni í 16. skiptið.




Hallgrímur Óskarsson fæddist á Akureyri 14. maí 1967. Eftir að hann lauk námi í Menntaskólanum á Akureyri lagði hann stund á verkfræði við Háskóla Íslands. Þar lagði hann aðaláherslu á aðgerðargreiningu. Nú er Hallgrímur búsettur í Reykjavík.
Hallgrímur gaf út geisladiskinn \\\“Hugurinn heima\\\”, árið 1996, sem innihélt bæði ljóð og tónlist. Hann samdi öll ljóð, texta, flestöll lög og spilaði einnig á gítar á geisladisknum. Jon Kjell Seljeseth, höfundur lagsins \\\“Þá veistu svarið\\\”, sem keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni Íslenskra sjónvarpsstöðva árið 1993, útsetti lögin á geisladisknum og fékk fleiri listamenn til samstarfs við Hallgrím. Þar á meðal eru Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppti fyrir Íslands hönd með lagið \\\“Minn hinsti dans\\\” árið 1997, og Stefán Hilmarsson, sem keppti fyrir Ísland með \\\“Sókrates\\\” árið 1988 og \\\“Nínu\\\” árið 1991. Lagið \\\“Segðu mér allt\\\” varð til þegar Hallgrímur var í fæðingarorlofi í Svíþjóð.