Það var frakkinn og tónskáldið Marc-Antoine Charpentier (1634-1724) sem samdi Eurovision stefið, Te Derum.
Fyrirmynd Eurovision keppninnar er San Remo Söngvakeppnin á Ítalíu, en var Eurovision fyrst haldin í Sviss árið 1956 og tóku þá 7 lönd þátt.
Aðeins þau lönd sem eru aðilar í EBU (European Broadcasting Union) geta tekið þátt í keppninni og verða löndin að sjónvarpa keppninni beint og óklippt.
Allt til ársins 1973 sungu þjóðirnar á sínu eigin tungumáli en það árið voru reglunum breytt þannig að þjóðirnar gátu valið um tungumál. Þessum reglum var breytt aftur til fyrra horfs árið 1977 en breytt enn aftur árið 1999.
Árið 1985 var keppnin haldin í Svíþjóð. Kynnirinn hét Lill Lindfors og gerði hún öllum bilt við þegar pils hennar festist í sviðsmyndinni og rifnaði af! Það heyrðist greinilega þegar áhorfendur í salnum tóku andköf. Hún stóð örstutta stund \“vandræðaleg\” á sviðinu en losaði svo bönd á öxlunum svo það datt niður sítt pils! Hún settist niður og sagði glettnislega; I just wanted you to wake up a little.
Árið 1989 var 16 ára aldurstakmark sett á söngvarana. Einnig voru settar reglur um hámark flytjenda sem máttu vera á sviðinu á sama tíma eða 6 manns.
Árið 2000 var í fyrsta sinn sem keppnin var út í beinni útsendingu á Internetinu. Sama ár var gefinn út geisladiskur með öllum lögunum sem kepptu það árið.
Árið 2001 var keppnin haldin í Parken Stadium í Kaupmannahöfn. Þetta var stæðsta keppnin til þessa, þ.e.a.s. með flesta áhorfendur á staðnum eða um 38.000. Voru langflestir miðarnir seldir á Internetinu og seldust þeir upp á innan við klukkutíma! (Urðu SUMIR fyrir miklum vonbrigðum!)
upplýsingar af www.bt.is