Eins og flestir vita verða stúlkurnar í Tatu(sem er stytting á ‘Ta Lyubit Tu’ og þýðir í grófri þýðingu: she loves her) framlag Rússlands í Eurovision í ár. Þær stöllur hafa náð vinsældum um alla evrópu á síðustu mánuðum og því hefur verið talað um að þær eigi meiri séns en hinir keppendurnir til að ná langt. Sjálf tel ég nú að lagið sem þær ætla að syngja í keppninni sé ekki að bera merki þess að ná langt, en það er aldrei að vita hvað þær stöllur gera uppá sviði til að heilla áhorfendur. Hafa tímarnir breyst frá því Páll Óskar fór út fyrir okkar hönd og hneykslaði bresku húsmæðurnar uppúr skónum?
Þær Tatu stúlkur hafa mjög misjafna sögu af sér. Þær hafa sjálfar haldið því fram að ef þær vinni muni þær gifta sig. Það eru þó ekki allir sannfærðir um að þær stöllur séu í raun samkynhneigðar og hafa heyrst sögur af kærustum þeirra heima í Rússlandi.Rökrætt hefur verið um þetta fram og til baka og þær margoft spurðar. Þær koma sér oftast undan spurningunum eða gefa loðin svör. Það er þó nokkuð ljóst að þær stöllur stjórnast algjörlega af umboðsmanni sínum sem lét Lenu klippa hárið sitt og lita það svart og Yulia létta sig um 10 kg áður en þær tóku upp fyrsta myndband sitt. Það væri því rökrétt að draga þá ályktun að hann hafi einnig búið til lesbísku ímynd þeirra til að auka vinsældirnar.
Í morgublaðinu í dag var greint frá því að umboðsmaður þeirra hefði verið handtekinn fyrir að safna saman 300 smástelpum á rauðatorginu þar sem þær áttu að leika í mynbandi fyrir Tatu. Þær voru allar klæddar í stutta skólabúninga og þótti það stofna siðgæði ungu stúlknanna í hættu. Eins og þeir vita sem hafa séð myndbandið með framlagi þeirra er reynt að spila svolítið inná það kyntákn sem tatu stúlkurnarar eru að verða að. Í Tyrklandi til að mynda hefur hluti af myndbandinu verið klipptur út þar sem hann þótti ekki vera innan vælsæmismarka. Það er þó ótrúlegt að vesturlöndin bregðist jafn harkaleg við.
Stelpurnar kunna nú ágætlega að syngja, þó að lag þeirra í esc 2003 sé ekki mikið fyrir eyrað. Það er hinsvegar spurning hversu langt þær ná með þessa lesbísku ímynd sína og hvort þetta sé leiðin á toppinn í tónlistarbransanum í ár. Tíminn er það eina sem getur úr því skorið.
Heimildir: estoday.com, mbl.is,eng.tatysite.net