Sælir hugarar og til hamingju með þetta merka áhugamál!

Ég er forvitin, hvað ætlið þið að gera sjálfan 24. maí??
Ætlið þið að halda eurovision partý, eða grilla og chilla með fjölskyldunni eða bara svona hanga inni í herbergi og glápa á sjónvarpið.

Ég á afmæli í kringum Eurovision og ætlaði þess vegna að safna saman örfáum vinkonum mínum heim til mín og panta pizzu eða grilla. Ég gerði þetta líka í fyrra og það heppnaðist ágætlega.

Mér finnst rosalega sniðugt, og ég er hugsa um að gera það einhverntíma í framtíðinni að hafa svona eurovision-partý og hafa allt svona eurovision-legt inni í húsinu.. nú eða úti í garði eða hvar sem fagnaðurinn verður.
Þá, myndi mig langa til þess að skreyta allt í fögrum borðum “Áfram Ísland” nú eða “Áfram Finnland” ef það er að keppa.

Svo væri sniðugt að koma öllum fánunum frá hverju landi fyrir sig fyrir á staðnum og jafnvel hafa rétti frá einhverjum landanna, ef ekki öllum.. ef maður nennir og hefur tíma.
Og til að allir geti sungið með og komist í stuð er hægt að hafa textana af lögunum á blöðum eða eitthvað.. alltaf hægt að gera eitthvað sniðugt :)

Segið mér nú endilega hvað þið ætlið að gera, ætlið þið að halda partý eða eitthvað? Hafið þið einhverntíma farið í Eurovision partý sem einhver hafði lagt mikla vinnu.. svona frekar óhefðbundið partý?

Áfram Ísland :)