“Vonandi er þessi bölvaði búnaður í lagi.” Lítið suð heyrðist og Daphnix bældi niður fagnaðaröskrið. Það voru núna orðnir nærri 2 mánuðir síðan Daedalus, námuvinnsluskipið hans, lennti í stórfelldum vandræðum á stökki milli sólkerfa. Allir skjáir í skipinu urðu svartir, straumlausir, gagnslausir. Síðan fór annar rafeindabúnaður að hrynja. Vírus? Lífbúnaður virkaði þó enn, vel, og einnig var Stjórn róbóta enn í gangi. Hann heirði í þeim, litlar köngulær, vélrænar, hátækni sem hann hafði uppfært rétt fyrir síðasta leiðangur inn í geysimikla stjörnuþoku.
Daphnix hafði verið síðustu daga í því að víra saman, og gera ákveðnar reglur fyrir tölvuna í Stjórn róbóta til að vinna eftir. Gríðarstórt loftnet var nú búið að koma fyrir á stefni skipsins, sem vísaði í átt til jarðar. Núna varð það að gerast.
“Halló.” Hann ræskti sig. Það er skrítið að tala svona, við ekki neinn. “Daphnix, af námuvinnsluskipinu Daedalus kallar. Hef verið án sambands í nærri 2 mánuði, þarf nauðsynlega á viðgerðarliði að halda. Ég bið öll skip sem þessi boð heyra, að magna boðin upp og senda þau til jarðar. Hugi þarf að vita að það amar ekkert raunverulega að, en viðgerðarlið þarf að berast sem fyrst. Allir skjári óvirkir, og… jah, ég veit ekki hvað er að. Staðsetning er eftirfarandi…” Hann leitaði í vösum sínum að blaðinu með núverandi staðsetningu… Hann vonaði að þetta væri rétt, því ef ekki, þá væri hann í djúpum skít. Hann þuldi hnitin og lét síðan tölvuna endurtaka boðin með 10 min millibili.
Þögnin ein svaraði. En á fínum öldum ljósvakans hljómuðu boðin hans á www.hugi.is
Kv…
Daedalus