Þá er komið að því kæru Hugarar. Hefst núna jólasögukeppni Huga 2011.
Í fyrra fengum við fjölmargar skemmtilegar sögur og vonum að fá jafnvel enn fleiri í ár.
Við ætlum líka að reyna hafa einhver alvöru verðlaun í ár. Verður tilkynnt þegar það er fullkomlega ljóst.
Reglurnar eru einfaldar:
* Frumsamin og áður óbirt saga eftir Huga notanda.
* 800 orð er hámark.
* 1 saga per Huga notanda.
Skilafrestur er 25. Desember.
Merkið allar sögur í titli með *Jólasaga*
Í dómnefnd eru Vefstjóri og Ritstjóri Huga. Hugsanlega verður einum dómara bætt við.
Úrslit síðan í fyrra:
http://www.hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=7296717
Kveðja,
Vefstjóri