Jæja, þá er komið að því.

Í dag hefst ný greinakeppni! Þar sem allar tillögurnar í könnuninni voru frekar jafnar þá höfum við stjórnendur valið eitt þemað sem fékk flest atkvæði og það er GLEÐI. Fresturinn er svo til 30. september kl. 23.59. Ætlunin er svo að næsta greinakeppni byrji daginn eftir, þann 1. október.

Í þetta skipti verður keppnin örlítið öðruvísi. Eins og þið hafið tekið eftir þá fengu þið að senda inn tillögur um þema og síðan var sett upp könnun sem stóð í viku. Við erum búin að ákveða að hafa annan hvern mánuð með þema. Þ. e. a. s. í september verður þema, í október verður frjálst þema, nóvember þema og svo desember frjáls. Með þessari breytingu vonumst við til að fá sem flesta til að taka þátt og smá fjölbreytileika á milli mánaða.

Eins og í síðustu keppni verður dómnefnd skipuð af stjórnendum og gestadómara, en þið notendur fáið einnig að taka þátt í að dæma. Úrslitin verða 50% dómnefnd og 50% könnun hér inná áhugamálinu. Við vonumst til þess að þannig munu flestir vera sammála um úrslitin og það komi í veg fyrir ósætti eins og áttu sér stað hérna síðast. Við ætlum að gefa notendum líka kost á því að senda inn sína eigin gagnrýni á keppnissögunum. Þá erum við að tala um að þið segið frá í skilaboði hvaða saga ykkur finnst eiga skilið að vinna og rökstyðjið mál ykkar vel. Við í dómnefndinni ætlum einnig að skrifa litlar umsagnir um hverja sögu og senda þátttakendum gagnrýnina sem sagan fékk frá dómurunum og jafnvel notendunum sem gefa leyfi til að birta sína gagnrýni. Þetta mun allt koma skýrar fram 1. október þegar keppnin endar en við erum að vona að þetta hvetji fleira fólk til að taka þátt þar sem það fær kost á því að fá uppbyggilega gagnrýni sem margir höfundar eru farnir að sakna.

En nú skulum við snúa okkur aftur að þessum grundvallarreglum fyrir keppnina. Þið sendið inn grein merkta “Nafn sögunnar - Þemað - Keppni”. Sögurnar skulu að lágmarki vera 350 orð og mest 2000 orð.

Einnig leitum við aftur að gestadómara, þannig endilega sækið um ef þið hafið áhuga.

Við vonum að tilvonandi þáttakendum lítist vel á þetta og verði duglegir við að skrifa í september.

Kveðja,
Stjórnendur /smasogur

P.S. Krakkar, verið endilega dugleg við að gagnrýna og gefa ykkar skoðun á smásögunum sem koma hingað inn, við viljum öll fá smá hjálp og feedback :)
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."