Nei…nei, sko. Ég notaði formúluna til að gera grín að henni, ekki til sjálfkrafa sigurs. Fyrir mér er það frá hjartanu, ég fékk hugmyndina um leið og keppnin var auglýst og gat ekki beðið eftir að skrifa söguna. Þannig eiga skriftir að vera.
Mér er sama þó ég vinni ekki og þriðja sætið, sure. En ef það er bara því ykkur fannst ykkur ofboðið af ímynduðum hroka þá held ég að það gefi mér voðalega lítið að skrifa fyrir ykkur. Að auki fást engin álit við sögum hér á huga, nema stökumanneskja sem segir “gott”. Með dómnefnd bjóst ég við almennilegum rökstuðningi fyrir ákvörðunum, einsog Vefstjori stakk uppá, en svo setjið þið sætaröðunina inn tæpum 2 vikum á eftir áætlun. Ég sé ekki framá að geta bætt mig sem rithöfundur með því að skrifa sögur til birtingar á áhugamálinu, ég næ sama árangri sem skúffuskáld.
Og svo ég leyfi mér loks að sýna hroka, þá held ég að ég þurfi ekki leiðbeiningu í vinnu útfrá ímyndunaraflinu eða hjartanu. Ég þarf að vita hvað fólk vill, því ég veit að ég er góður penni, en mun aldrei selja skáldsögur ef þær eru eitthvað sem fólk vill ekki.